
Allir íslensku keppendurnir komust í gegnum niðurskurð í Finnlandi – Frábær árangur!!!
Keppni er lokið í hjá „strákunum okkar“ í Finnlandi á 2. degi Finnish Amateur Championship og þeir eru svo sannarlega að gera góða hluti! Allir þrír, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, Bjarki Pétursson, GB og Rúnar Arnórsson, GK komust í gegnum niðurskurð!!! …. sem er frábær árangur en aðeins 36 efstu eða þeir sem voru jafnir í 36. sætinu komust í gegnum niðurskurð af 93 þátttakendum.
Arnór Ingi er samtals búinn að spila á 1 undir pari (72 69) og deilir 12. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Glæsilegt!!! Rúnar er á 2 yfir pari (72 72) og deilir 22. sæti með 5 öðrum kylfingum, sem er ekki síður glæsilegt og Bjarki lét hringinn í gær ekki á sig fá og kom sér örugglega í gegnum niðurskurð á samtals 4 yfir pari (74 72) sem var nákvæmlega það sem þurfti, því niðurskurðurinn miðaðist við 4 yfir pari!!! Frábært hjá þeim!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er að sýna klassaleik. Þegar 3 holur eru eftir deilir Valdís Þóra 2. sæti í mótinu á 1 undir pari í dag. Það er líka niðurskurður hjá konunum í dag og aðeins 18 af 39 keppendum sem halda áfram. Nokkuð öruggt verður að telja að Valdís Þóra sé komin áfram. Hún er búin að fá 3 fugla og 2 skolla það sem af er hringsins í dag á 15 fyrstu holunum. Samtals er hún á 3 yfir pari og niðurskurður miðast við 8 yfir pari.
Þetta er sannkallaður glæsiárangur hjá þeim Arnóri Inga, Bjarka og Rúnari og Valdísi Þóra – frábærum fulltrúum íslenskra kylfinga, sem við getum öll verið stolt af!!!
Golf 1 óskar Arnóri Inga, Bjarka, Rúnari og Valdísi Þóru áframhaldandi góðs gengis á morgun!
Til þess að sjá stöðuna á Finnish Amateur Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024