Ragnar Már sigraði á Duke of York mótinu!!!!!
Ragnar Már Garðarsson, GKG, efnilegasti kylfingur Íslands 2012 og stigameistari í piltaflokki á Unglingamótaröð Arion banka sigraði nú rétt í þessu á The Duke of York Young Champions Trophy. Íslendingar hafa fram að þessu aðeins einu sinni sigrað í mótinu en það var þegar Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sigraði 2010. Ragnar Már kom í hús á 72 höggum í dag á golfvelli Royal Troon Golf Club í Ayshire í Skotlandi. Skor hans er einkar glæsilegt í ljósi þess hversu erfiðar veðuraðstæður voru á vellinum en þar var ekta íslenskt slagveður, kalt, hvasst og rigning. Ragnar spilaði fyrri 9 á sléttu pari, var á 36 höggum og sama seinni 9 þó Lesa meira
Ragnar Már í 3 manna umspili um 1. sætið í Duke of York!!!
Ragnar Már Garðarsson, GKG, er svo sannarlega að standa sig vel á Duke of York mótinu á Skotlandi. Hann kom í hús á 72 höggum í dag og er sem stendur í 3. manna umspili um 1. sætið í mótinu. Íslendingar hafa aðeins 1. sinni unnið á mótinu þegar Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sigraði 2010. Árangur Ragnars Más hvernig sem fer er stórglæsilegur og hugur allra hér heima með honum nú!!! Til þess að fylgjast með stöðu mála SMELLIÐ HÉR:
Birgir Leifur á parinu eftir 1. dag Kazakhstan Open
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í dag á Kazakhstan Open, en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni. Þátttakendur eru 142. Spilað er í Zhailjau Golf Resort í Almaty, stærstu borg Kazakhstan, (en Golf 1 hefir nýlega verið með kynningu á staðnum báðum golfvöllum Kazakhstan, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: ) Birgir Leifur kom í hús á sléttu pari í dag, 72 höggum og deilir 66. sætinu ásamt 14 öðrum kylfingum. Birgir skipti þessu jafnt, fékk 2 fugla og 2 skolla. Efstur í mótinu er erfingi Accushnet veldisins sem m.a. framleiðir golfvörur undir vörumerkinu Titleist og FootJoy; Peter Uihlein, sem átti geysigóðan hring í dag upp á 63 Lesa meira
Ólafur Björn á eGolf Professional Tour – er á 1 undir pari eftir 1. dag The Championship at Star Fort
Ólafur Björn Loftsson, NK, spilar nú á einni af minni mótaröðum, í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Norður-Karólínu, sem ber heitið eGolf Professiona Tour. Það er liður í undirbúningi hans fyrir úrtökumót PGA mótaraðarinnar, sem hefjast í næsta mánuði. Sem stendur spilar Ólafur Björn á einu móti eGolf Professional Tour, The Championship at Star Fort. Þátttakendur eru 122. Eftir fyrsta dag var skor Ólafs Björns 1 undir pari, 71 högg og deilir hann 43. sætinu í mótinu ásamt 13 öðrum. Ólafur Björn fékk 3 fugla og 2 skolla. Tveir Bandaríkjamenn eru efstir, Chris Epperson og Mikel Martinson, á 65 höggum og verður Ólafur Björn því að vinna upp 6 högg. Golf Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (19. grein af 34): Heather Bowie Young
Í kvöld verður síðasta stúlkan kynnt af þeim 3 sem urðu í 16. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á þessu ári, þ.e. bandaríska stúlkan Heather Bowie-Young. Heather Bowie-Young fæddist í Washington DC 23. mars 1975 og er því 37 ára. Hún byrjaði að spila golf 11 ára. Meðal áhugamála hennar eru matseld og að hjóla. Heather er skyld Buzz Nutter, sem spilaði 12 keppnistímabil í NFL. Þeir sem áhrif hafa haft á feril Heather segir hún vera þá Dennis Bowie og Michael Hunt. Sem áhugamaður varð húnNCAA Division I National Champion árið 1997 og vann Honda viðurkenninguna. . Bowie-Young gerðist atvinnumaður í golfi 2000 og sigraði fyrsta sinn Lesa meira
Yani Tseng tekur sér Rory sem fyrirmynd – ætlar að reyna að sigra Opna breska kvenrisamótið 3. árið í röð en það hefst í dag
Nr. 1 á heimslista kvenna, Yani Tseng , trúir því að hún geti enn skrifað sig í sögubækurnar í Royal Liverpool Golf Club í þessari viku og leitar innblásturs hjá Rory McIlroy. Yani, þess 23 ára stúlka frá Taíwan, sem er yngsti leikmaður, hvort heldur er karl- eða kvenkylfingur, til þess að sigra á 5 risamótum, ætlar að reyna að sigra Ricoh Women´s British Open þ.e. Opna breska kvenrisamótið í 3. sinn í röð þessa helgina. Það mun hún reyna að gera á sama golfvelli og Tiger Woods sigraði Opna breska 2006. Hún hefir legið yfir myndböndum af því þessa vikuna en það eru í raun sigrar McIlroy þ.e. 3 Lesa meira
Martin Kaymer þráir að sigra aftur – tekur þátt í BMW Italian Open
Árið í ár hefir ekki verið þýska kylfingnum Martin Kaymer gott. Hann vill sanna fyrir sér og öðrum að hann sé kominn í leikform fyrir Ryder bikarinn með því að taka þátt í BMW Italian Open styrktu CartaSi, en mótið er hluti af Evróputúrnum og hefst í dag. Kaymer hefir ekki verið meðal 10 efstu síðan í apríl og rétt náði að komast inn í evrópska Ryder Cup liðið, sem mun spila í Medinah Country Club eftir u.þ.b. tvær vikur. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Martin Kaymer, fannst nógu margt jákvætt í leik sínum á KLM Open í síðustu viku þar sem hann varð í 21. sæti til þess að Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (18. grein af 34): Amelia Lewis
Hér verður fram haldið að kynna þær stúlkur sem hlutu kortin sín á Evrópumótaröð kvenna í gegnum Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Við erum komin að þeim stúlkum sem deildu 16. sætinu – Í gær var franska stúlkan Alexandra Vilatte kynnt lítillega og í dag er það bandaríska stúlkan Amelia Lewis. Á morgun verður Heather Bowie Young síðan kynnt. Amelia Lewis fæddist 23. febrúar 1991 í Jacksonville, Flórída og er því 21 árs. Hún á því sama afmælisdag og Steve Stricker. Amelia byrjaði að spila golf 10 ára og gerðist atvinnumaður í golfi 9 árum síðar, eða 1. apríl 2010. Meðal áhugamála Amelíu er matseld, tónlist, lestur Lesa meira
Ragnar Már í 7. sæti og Guðrún Brá í 32. sæti á Duke of York eftir 2. dag
Ragnar Már Garðarsson, GKG efnilegasti kylfingur Íslands 2012 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, stigameistari GSÍ í stúlknaflokki taka þessa dagana þátt í The Duke of York Young Champions Trophy. Mótið stendur dagana 11. -13. september 2012. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net Leikið er á golfvelli Royal Troon Golf Club í Ayshire, Skotlandi. Ragnar Már er samtals búinn að spila á 153 höggum (76 77) og deilir sem stendur 7. sætinu, með nokkrum öðrum kylfingum. Guðrún Brá bætti sig um 5 högg frá því í gær og fór upp um 5 sæti; þ.e. hún er búin að spila á samtals 161 höggi (83 78) og deilir 32. sætinu með nokkrum öðrum. Lesa meira
Arnold Palmer fær gullorðu Bandaríkjaþings
Golfgoðsögnin Arnold Palmer er 6. íþróttamaðurinn til þess að hljóta gullorðu Bandaríkjaþings, en hún var afhent honum í Washington við hátíðlega athöfn í dag við 1 klst og 15 mínútna athöfn. „Ég fyllist auðmýkt,“ sagði Palmer við það tækifæri. Það voru talsmaður þingmanna John Boehner, ásamt þingmanninum Nancy Pelosi og öldungardeildarþingmönnunum Mitch McConnell og Harry Reid sem tóku þátt í athöfninni að afhenda Palmer gullorðuna. Viðstaddir voru einnig Jack Nicklaus, sveitalagasöngvarinn Vince Gill ásamt tveimur repúblíkönum og tveimur demókrötum, fulltrúum Öldungadeildarinnar. „Arnold Palmer var hetja hvunndagsmannsins,“ sagði Nicklaus m.a. í ræðu sinni. „Hann ólst upp við lítil efni, en hafði falið í sér allan styrk þeirra sem vinna hörðum höndum Lesa meira







