Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2012 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (19. grein af 34): Heather Bowie Young

Í kvöld verður síðasta stúlkan kynnt af þeim 3 sem urðu í 16. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á þessu ári, þ.e. bandaríska stúlkan Heather Bowie-Young.

Heather Bowie-Young fæddist í Washington DC 23. mars 1975 og er því 37 ára. Hún byrjaði að spila golf 11 ára. Meðal áhugamála hennar eru matseld og að hjóla. Heather er skyld Buzz Nutter, sem spilaði 12 keppnistímabil í  NFL. Þeir sem áhrif hafa haft á feril Heather segir hún vera þá Dennis Bowie og Michael Hunt.

Sem áhugamaður varð húnNCAA Division I National Champion árið  1997 og vann Honda viðurkenninguna. .

Bowie-Young gerðist atvinnumaður í golfi 2000 og sigraði fyrsta sinn á LPGA árið 2005 á Jamie Farr Owens Corning Classic.

Árið 2003 Heather Bowie Young í bandaríska Solheim Cup liðinu þegar spilað var í  Barsebäck í Svíþjóð. Hún hefir unnið sér inn $ 3,054,329  (u.þ.b. 620 milljónir íslenskra króna) og 27 sinnum orðið meðal efstu 10 á 12 árum sínum á LPGA frá 2000-2011. Hún er enn með fullan spilarétt á LPGA en ákvað að taka þátt í Q-school LET til þess að auka enn spilarétt sinn.