LET & LPGA: Hætt við leik í dag á Ricoh Women´s British Open vegna hvassviðris – spila á 2. hring á morgun
Það voru alls 36 kylfingar sem voru búnar að skila skorkortum sínum þegar ákvörðun var tekin að hætta leik í dag á Ricoh Women´s British Open á Royal Liverpool golfvellinum í Hoylake vegna hvassviðris. Annar hringur verður þess í stað spilaður á morgun og að honum loknum skorið niður í 50 kylfinga + þá sem eru jafnir í 50. sæti, en ekki 65 og þær sem jafnar eru í 65. sæti eins og ráð var fyrir gert. Þær 50 sem komast í gegnum niðurskurð af þeim 144 sem upphaflega hófu leik munu síðan spila 36 holur á sunnudeginum. Michelle Wie, er ein af hæstu stúlkunum sem þátt tekur í Ricoh Lesa meira
Evróputúrinn: Richard Bland leiðir á BMW Italian Open eftir 2. dag
Það er Englendingurinn Richard Bland, sem leiðir eftir 2. dag BMW Italian Open. Bland er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Öðru sæti aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 11 undir pari hver, deila 4 kylfingar: Frakkinn Grégory Bourdy, Spánverjinn Gonzalo Fdez-Castaño, Garth Mulroy frá Suður-Afríku og Marc Warren frá Skotlandi. Englendingurinn Richard McEvoy er síðan einn í 6. sæti á samtals 10 undir pari, 134 höggum (66 68). Til þess að sjá stöðuna þegar BMW Italian Open er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
Birgir Leifur úr leik á Kazakhstan Open
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, kom inn á 1 undir pari í dag á Kazakhstan Open og það dugði því miður ekki í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur spilaði á samtals 1 undir pari 143 höggum (72 71) en niðurskurður var miðaður við samtals 3 undir pari eða samtals 139 högg. Skor í mótinu voru mjög lág; efstu menn Skotinn Scott Henry, Frakkinn Alexander Levy og Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein voru allir á 11 undir pari. Spilað var í Zhailjau Golf Resort í Almaty, stærstu borg Kazakhstan, (en Golf 1 hefir nýlega verið með kynningu á staðnum báðum golfvöllum Kazakhstan, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: ) Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (20. grein af 34): Liebelei Elena Lawrence
Næstu 7 dagana verða kynntar þær 7 stúlkur sem urðu í 9. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á árinu. Þetta eru þær: Liebelei L. Lawrence; Jennie Y. Lee; Charlotte L. Ellis; Kendall R. Dye; Sahra Hassan; Elena M. Giraud og Maria Beautell. Byrjað verður á því að kynna Liebelei E. Lawrence frá Luxembourg. Liebelei er með tvöfalt ríkisfang, hún er grískur og bandarískur ríkisborgari, en býr í Luxembourg. Hún fæddist 28. mars 1986 í Aþenu í Grikklandi og er því 26 ára. Hún fluttist frá Aþenu til Luxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Liebelei byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 Lesa meira
Ólafur Björn úr leik á The Championship at Star Fort
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í The Championship at Star Fort mótinu sem er hluti mótaraðar í Norður-Karólínu, sem ber heitið e Golf Professional Tour. Mótaröðin er gríðarsterk. Þátttakendur í mótinu eru 122. Í gær, eftir 2. hring, var skorið niður og því miður komst Ólafur Björn ekki í gegnum niðurskurð. Sá sem er efstur eftir gærdaginn, 2. hring mótsins er Bandaríkjamaðurinn Harold Varner á 12 undir pari, 132 höggum (69 63). Ólafur spilaði fyrri hring á 71 höggi. Þátttaka í eGolf mótaröðinni er liður í undirbúningi Ólafs Björns fyrir úrtökumót PGA mótaröðina, sem hefst í næsta mánuði. Til þess að sjá stöðuna á The Championship at Star Fort SMELLIÐ HÉR:
Arnold Palmer veitt gullorða Bandaríkjaþings – myndskeið
Nú á miðvikudaginn s.l. 12. september hlaut golfgoðsögnin 83 ára, Arnold Palmer, gullorðu Bandaríkjaþings. Orðan er veitt Palmer fyrir íþróttamennsku og fyrir að vera ímynd glæsimennsku sem og fyrir þjónustu í þágu bandarísku þjóðarinnar. Við það tækifæri voru haldnar ræður sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði hér að neðan; fyrst er sýnt úr ræðu Nancy Pelosi, þinkonu demókrata og síðan ræðu Jason Boehner, repúblíkana og talsmanns þingmanna í neðri deild. Loks sjáum við flotta ræðu Gullna Bjarnarins, Jack Nicklaus, en þeir Palmer hafa verið vinir og keppinautar á 7. áratug. Til þess að sjá myndskeið frá því þegar Arnold Palmer var veitt Gullorða Bandaríkjaþings SMELLIÐ HÉR:
Horft um öxl á glæsilegt ár Ragnars Más Garðarssonar og sigurinn á Duke of York
Ragnar Már Garðarsson, GKG, er stolt íslenskra kylfinga, því í dag sigraði hann glæsilega á The Duke of York Young Champions Trophy, á golfvelli Royal Troon í Ayshire, í Skotlandi. Hann var T-8 eftir 1. dag, T-7 eftir 2. dag og svo jafn 2 öðrum eftir 3. og lokadaginn. Það varð því að koma til æsispennandi umspils milli hans Max Orrin frá Englandi og Kötju Pogacar frá Slóveníu. Ragnar Már barðist eins og ljón í umspilinu og stóð uppi sem sigurvegari, sem tók við sigurbikarnum úr höndum HRH Hertoganum af York, Andrew prins. Ragnar Már er á góðri leið með að skapa sér stöðu sem einhver albesti kylfingur landsins. En Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson, eigandi Hole in One. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 43 ára í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val. Þorsteinn hefir einmitt verið mjög duglegur í sumar í kylfuberastarfi fyrir börn sín, sem keppt hafa á Áskorendamótaröð GSÍ. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þorsteinn Hallgrímsson (43 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 62 ára; Ívar Örn Arnarson, GK f. Lesa meira
LET & LPGA: So Yeon Ryu og Haeji Kang leiða á Ricoh Women´s British Open eftir 1. dag
Ricoh Opna breska risamót kvenna hófst í dag á Royal Liverpool golfvellinum í Hoylake. Það eru tvær kóreanskar sem deila forystunni eftir 1. dag, þær So Yeon Ryu og Haeji Kang sem voru á 2 undir pari, 70 höggum. Þetta er hæsta skor í 18. holu keppni mótsins frá því það varð risamót 2001 og greinilegt að keppendur áttu í vandræðum með þröngar brautirnar og komast hjá þykkum karganum í rokinu. Kang sagði m.a. eftir hringinn: „Ég byrjaði á skolla en tókst að ná mér upp úr því og halda ró minni. Sérstaklega í þessháttar risamóti verður maður að vera rólegur Járnaaðhöggin mín voru næstum öll 6 metra frá pinna.“ So Lesa meira
Evróputúrinn: Joel Sjöholm leiðir á BMW Italian Open eftir 1. dag
Það er Svíinn Joel Sjöholm, sem tekið hefir forystu á BMW Italian Open, sem hófst í dag á Royal Park I Roveri golfvellinum glæsilega í Tórínó. Joel Sjöholm spilaði á 8 undir pari, 64 höggum fékk 8 fugla og 10 pör. Fuglunum dreifði hann jafnt á fyrri og seinni 9. Aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti er Englendingurinn Lee Slattery, sem átti flottan hring upp á 65 högg, en fékk einum fuglinum færri, en líkt og Sjöholm 4 á fyrri 9 en síðan einum færri á seinni 9. Martin Kaymer, sem ætlaði sér stóra hluti í mótinu er á 2 undir pari, spilaði á 70 höggum og er T-47. Lesa meira









