Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigraði glæsilega á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka. Hann var sá eini sem var á samtals skori undir pari eftir 2 keppnisdaga! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2012 | 14:28

Ragnar Már í 3 manna umspili um 1. sætið í Duke of York!!!

Ragnar Már Garðarsson, GKG, er svo sannarlega að standa sig vel á Duke of York mótinu á Skotlandi.

Hann kom í hús á 72 höggum í dag og er sem stendur í 3. manna umspili um 1. sætið í mótinu.

Íslendingar hafa aðeins 1. sinni unnið á mótinu þegar Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sigraði 2010.

Árangur Ragnars Más hvernig sem fer er stórglæsilegur og hugur allra hér heima með honum nú!!!

Til þess að fylgjast með stöðu mála SMELLIÐ HÉR: