Amelia Lewis
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (18. grein af 34): Amelia Lewis

Hér verður fram haldið að kynna þær stúlkur sem hlutu kortin sín á Evrópumótaröð kvenna í gegnum Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Við erum komin að þeim stúlkum sem deildu 16. sætinu – Í gær var franska stúlkan Alexandra Vilatte kynnt lítillega og í dag er það bandaríska stúlkan Amelia Lewis. Á morgun verður Heather Bowie Young síðan kynnt.

Amelia Lewis fæddist 23. febrúar 1991 í Jacksonville, Flórída og er því 21 árs. Hún á því sama afmælisdag og Steve Stricker.  Amelia byrjaði að spila golf 10 ára og gerðist atvinnumaður í golfi 9 árum síðar, eða 1. apríl 2010.  Meðal áhugamála Amelíu er matseld, tónlist, lestur og bíblíugrúsk.

Hún segir Jesús og foreldra sína hafa haft mest áhrif á feril sinn. Hún var um stund í University of Florida, en hætti til að einbeita sér að golfferli sínum.

Sem áhugamaður var Lewis nr. 3 á heimslista áhugamanna. Hún sigraði í 52 mótum sem unglingur og áhugamaður. Hún vann m.a. North and South Women’s Amateur Championship árið 2009 og var í 2. sæti á Harder Hall Invitational, 2009.  Hún var þrívegis Florida All-First Coast Girl leikmaður ársins  (2006, 2007, 2008).

Sem atvinnumaður spilaði hún fyrst á LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Besti árangur hennar þar var 2. sæti á Alliance Bank Golf Classic. Árið 2011 var hún nýliði á LPGA Tour þar sem hún spilaði í 8 mótum og var besti árangurinn 29. sæti á RR Donnelley LPGA Founders Cup.

Til þess að fræðast meira um Amelíu þá er vert að skoða heimasíðu hennar með því að SMELLA HÉR: