Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 14:00

LPGA: Wie í holli með Ko á Ricoh Women´s British Open

Michelle Wie mun spila í fyrsta sinn í holli með nýliðanum eldklára, Lydíu Ko frá Nýja-Sjálandi á  Women’s British Open, risamótinu, sem hefst á morgun. Það er erfitt að hugsa um Wie sem gamla í hettunni, aðeins 22 ára en hún hefir þegar spilað í 30 risamótum. Hin 15 ára Ko er hins vegar að taka þátt í fyrsta sinn í risamóti, en hún sló nú nýlega aldursmet á LPGA Tour, þegar hún varð yngst til að sigra á LPGA móti. Wie grínaðist með það að Ko léti henni líða eins og „gamalli 80´s rokk stjörnu.“ Ko hefir sagt að Wie hafi ávallt verið fyrirmynd sín og hvatning, en Wie hafði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Indíana Auður Ólafsdóttir – 12. september 2012

Það er Indíana Auður Ólafsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Indíana er fædd 12. september 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!! Indíana er í golfklúbbnum Hamar á Dalvík. Hún hefir staðið sig vel í fjölmörgum opnum mótum og er skemmst að minnast að hún sigraði á Volare mótinu á Jaðrinum á Akureyri þann 8. júlí s.l. – hlaut 38 punkta með tilheyrandi forgjafarlækkun. Indíana er gift honum Marinó og á 3 börn og 4 barnabörn auk tveggja sem hún er að sögn búin að eigna sér. Komast má á facebook síðu Indu til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Indíana Auður Ólafsdóttir (Innilega til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 11:30

Hunter Mahan dapur eftir að hafa verið hunsaður í vali í bandaríska Ryder Cup liðið – Ætlar ekki að horfa á keppnina

Hunter Mahan hefir viðurkennt að hunsunin á að velja sig í bandaríska Ryder Cup liðið hafi komið illa við sig. Hinn 30 ára Mahan hefir spilað í síðustu tveimur viðureignum heimsálfuliðanna og taldi næsta víst að hann ætti öruggt sæti í liðinu sem spilar á Medinah eftir að hafa sigrað tvisvar á PGA Tour í ár. En hann hefir verið í sífellt verra spilaformi undanfarið og það varð til þess að hann féll niður Ryder Cup stigalistann, varð í 9. sæti en 8 efstu á listanum fá sjálfkrafa þátttökurétt. Rothöggið kom þegar Davis Love III valdi þá Steve Stricker, Jim Furyk, Dustin Johnson og Brandt Snedeker í lið sitt. Höggið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 10:00

LET: Tilkynnt um 1 milljón dollara mót!!!

Það er kunnugra en frá þurfi að segja að mismununin í golfinu er enn í dag við lýði. Bæði eru enn til golfklúbbar sem í skjóli félagafrelsis meina konum inngöngu og eins er sláandi viku eftir viku að skrifa golffréttir þar sem launamunur á karl- og kvenkylfingum er oft á tíðum meira en tífaldur fyrir 1. sætið í mótum. Þetta eru slæm skilaboð sem verið er að senda kvenkylfingum, ungum sem öldnum. Þær eldri kunna e.t.v. að segja: „En svona hefir þetta alltaf verið!“  „Stelpur við erum á 21. öldinni núna og svona á bara einfaldlega ekki að líðast!!!“  Þetta er hrein svívirða við mæður, systur, frænkur, dætur, vinkonur, og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og the Royals urðu í 2. sæti á Anderson University Invitational

Í gær var leikinn seinni hringurinn á Anderson University Invitational mótinu í Suður-Karólínu. Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, lék í mótinu með the Royals, golfliði Queens University of Charlotte. Þetta var fyrsta háskólagolfmót sem Írís Katla tekur þátt í, í Bandaríkjunum. Íris Katla lauk leik á samtals 162 höggum (80 82) og var á 3. besta skori liðs síns. The Royals, lið Írisar Kötlu varð  í 2. sæti og taldi skor Írisar Kötlu, sem er frábær árangur!!!  The Royals voru samtals á 637 höggum, en Flagler háskólinn í 1. sæti á samtals 621 höggi og í 3. sæti Coker College á 651 höggi. Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 05:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson og lið Faulkner University í 2. sæti á Alabama State Fall Classic

Hrafn Guðlaugsson, frá Egilsstöðum, klúbbmeistari GSE 2012 er við nám við í Faulkner University í Alabama, Bandaríkjunum. Hann náði m.a. þeim glæsilega árangri s.l. vor að vera valinn nýliði ársins. Nú í vetur er Hrafn á 2. ári í Faulkner og gengur vel með The Eagles, golfliði háskólans. Fyrsta mót tímabilsins, Alabama State Fall Classic fór fram á Senator RTJ golfvellinum í Prattville, Alabama dagana 2.-3. september.  Faulkner varð í 2. sæti í liðakeppni af 9 liðum, sem þátt tóku í mótinu. Heildarskor Faulkner var 598 dagana tvo – aðeins heildarskor gestgjafanna ASU var betra 584. Hrafn lék dagana tvo á samtals 150 höggum (78 72) og varð T-7 í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 04:30

Bandaríska háskólagolfið: The Crusaders lið Arnórs Inga Finnbjörnssonar í 1. sæti á Smoky Mountain Intercollegiate

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont Abbey tók þátt í Smoky Mountain Intercollegiate mótinu dagana 10.-11. september s.l. Mótið fór fram í Sevierville Tennessee. Arnór Ingi spilaði á samtals 149 höggum (74 75) og varð T-26 og á næstbesta heildarskori liðs síns. The Crusaders liða Arnórs Inga og Belmont Abbey gerði sér lítið fyrir og varð í 1. sæti í liðakeppninni; háskólalið Columbus State varð í 2. sæti og Clayton State í 3. sæti.  Glæsilegt!!! Til þess að sjá frétt Belmont Abbey um mótið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 04:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna Víðisdóttir T-27 í fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum

Sunna Víðisdóttir, GR og Elon, efnilegasti kylfingur Íslands 2011, lauk fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum í gær, The Terrier Intercollegiate, sem fram fór í Spartansburg, Suður-Karólínu, dagana 10.-11. september 2012. Sunna deildi 27. sætinu í mótinu ásamt liðsfélaga sínum Emily Brooks, en báðar voru þær samtals á 156 höggum (78 78), hvor. Skor Sunnu var  3.-4. besta skor liðsins og taldi því! Glæsilegt hjá Sunnu!!! Lið Elon háskóla varð í 6. sæti af þeim 13 háskólaliðum sem þátt tóku. Til þess að sjá frétt Elon háskóla um mótið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2012 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Mississippi State lið Axels og Haraldar Franklíns varð í 2. sæti á Sam Hall Intercollegiate

Í dag lauk fyrsta móti sem Haraldur Franklín Magnús, GR og Mississippi State tók þátt í, í bandaríska háskólagolfinu. Og Haraldur Franklín stóð sig vel!!! Hann lauk keppni T-21 var á samtals 215 höggum (71 72 72). Haraldur Franklín keppti einungis í einstaklingskeppninni, en hefði Haraldur verið í liði Mississippi State hefði liðið orðið í 1. sæti.  Glæsileg byrjun hjá Haraldi og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur!!! Axel Bóasson, GK og Mississippi State, varð T-43, en átti afar glæsilegan lokahring upp á 2 undir pari, 69 högg í dag. Á hringnum fékk hann 4 fugla og 2 skolla. Samtals spilaði Axel á 220 höggum, þ.e. póstnúmeri Hafnarfjarðar (74 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2012 | 22:45

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og Ólafía Þórunn hafa lokið leik á Cougar Classic

Í dag var spilaður lokahringurinn í Cougar Classic mótinu, sem fram hefir farið í Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 128 frá 24 háskólum. Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG, spilaði á samtals 224 höggum (74 72 78) og varð T-59. Hún var á 2. besta heildarskori í liði sínu. Lið UNCG varð í 22. sæti af háskólaliðunum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest lék á samtals á 229 höggum (80 74 75) og varð T-83. Hún var á 3. besta heildarskori í liði sínu. Lið Wake Forest varð í 17. sæti af háskólaliðunum. Til þess að sjá úrslitin í Cougar Classic SMELLIÐ HÉR: