Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2012 | 09:00

Yani Tseng tekur sér Rory sem fyrirmynd – ætlar að reyna að sigra Opna breska kvenrisamótið 3. árið í röð en það hefst í dag

Nr. 1 á heimslista kvenna, Yani Tseng , trúir því að hún geti enn skrifað sig í sögubækurnar í Royal Liverpool Golf Club í þessari viku og leitar innblásturs hjá Rory McIlroy.

Yani, þess 23 ára stúlka frá Taíwan, sem er yngsti leikmaður, hvort heldur er karl- eða kvenkylfingur, til þess að sigra á 5 risamótum, ætlar að reyna að sigra Ricoh Women´s British Open þ.e. Opna breska kvenrisamótið í 3. sinn í röð þessa helgina.

Það mun hún reyna að gera á sama golfvelli og Tiger Woods sigraði Opna breska 2006. Hún hefir legið yfir myndböndum af því þessa vikuna en það eru í raun sigrar McIlroy þ.e. 3 sigrar undanfarinn mánuð sem eiga athygli hennar.  Norður-Írinn (Rory) var nefnilega í lægð en náði síðan síðan að krækja sér í síðasta risamótstitilinn í ár í karlagolfinu og sigra tvívegis eftir það.  Tseng hefir líka verið í lægð en ætlar sér að gera það sama og Rory og komast upp úr lægðini með sigrum.

„Það er mjög gott fyrir mig að líta til Rory,“ sagði Tseng sem ekki hefir komist í gegnum niðurskurð í þremur af síðustu fimm mótum sem hún hefir tekið þátt í. Hann var í lægð en eftir PGA Championship vann hann önnur tvö mót. Þannig að ég er bara „allt í lagi“  og segi við sjálfa mig að það sé líka komið að mér að sigra aftur. Ég horfði á viðtöl við hann og hann talar um hvað hann elski leikinn og það er ekkert sem geti fengið hann til þess að vera stressaðan vegna þess að þetta sé draumur hans.“

„Mér finnst þetta vera draumur minn líka. Ég hef verið mjög hörð við sjálfa mig í ár og ég var aldrei þannig áður, þannig að nú vil ég bara komast á þann stað aftur að skemmta mér og brosa á golfvellinum eins og ég gerði.“

„Það er markmið mitt þessa viku að fara þarna út og brosa til golfáhangendanna.“

Hvað veðrið áhrærir, rigningu og rok, sem hlotið hefir mikla umfjöllun sagði Tseng: „Þetta er England – maður býst við veðri eins og þessu – mér líkar virkilega að spila við þessar aðstæður.“

[…]

Þó Tseng hafi ekki tekist að bæta neinum risamótstitli í safnið í ár hafa allir 3 risamótstitlarnir í kvennagolfinu farið til kvenna af asískum upprun: Sun Young Yoo og Na Yeon Choi sigruðu á  Kraft Nabisco og US Women’s Open og Shanshan Feng frá Kína vann  LPGA Championship.

Tekst Tseng að fullkomna asísku fernunna? Geri hún það jafnar hún met Anniku Sörenstam, en hún er eina konan til þess að sigra í einhverju risamótanna 3 ár í röð. Á s.l. 100 árum hefir aðeins 2 karlkylfingum tekist það þ.e. Walter Hagen sem vann PGA Championship 4 sinnum í röð á þriðja áratug síðustu aldar og Peter Thomson, sem vann Opna breska 3 sinnum á árunum 1954 og 1956.

Heimild: Sky Sports