Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2012 | 18:00

Arnold Palmer fær gullorðu Bandaríkjaþings

Golfgoðsögnin Arnold Palmer er 6. íþróttamaðurinn til þess að hljóta gullorðu Bandaríkjaþings, en hún var afhent honum í Washington við hátíðlega athöfn í dag við 1 klst og 15 mínútna athöfn.

„Ég fyllist auðmýkt,“ sagði Palmer við það tækifæri.

Það voru talsmaður þingmanna John Boehner, ásamt þingmanninum Nancy Pelosi og öldungardeildarþingmönnunum Mitch McConnell og Harry Reid sem tóku þátt í athöfninni að afhenda Palmer gullorðuna.

Viðstaddir voru einnig Jack Nicklaus, sveitalagasöngvarinn Vince Gill ásamt tveimur repúblíkönum og tveimur demókrötum, fulltrúum Öldungadeildarinnar.

„Arnold Palmer var hetja hvunndagsmannsins,“ sagði Nicklaus m.a. í ræðu sinni. „Hann ólst upp við lítil efni, en hafði falið í sér allan styrk þeirra sem vinna hörðum höndum í Bandaríkjunum….. Leikurinn hefir gefið Arnold Palmer mikið, en hann hefir gefið svo miklu meira tilbaka.“   [….]

Þingmaður 43. kjördæmis í Kaliforníu, sem spilað hefir golf við Palmer sagði: „Jafnvel þó honum finnist ekki þægilegt að vera kallaður konungur golfsins —- og hann er í raun konungur golfsins —- Arnold Palmer er konungur. Konungur í augum og hjörtum þeirra, sem hann hefir hjálpað.“

Heimild: PGA