Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2012 | 12:30

Ólafur Björn á eGolf Professional Tour – er á 1 undir pari eftir 1. dag The Championship at Star Fort

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilar nú á einni af minni mótaröðum, í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Norður-Karólínu, sem ber heitið eGolf Professiona Tour. Það er liður í undirbúningi hans fyrir úrtökumót PGA mótaraðarinnar, sem hefjast í næsta mánuði.

Sem stendur spilar Ólafur Björn á einu móti eGolf Professional Tour,  The Championship at Star Fort.  Þátttakendur eru 122.

Eftir fyrsta dag var skor Ólafs Björns 1 undir pari, 71 högg og deilir hann 43. sætinu í mótinu ásamt 13 öðrum. Ólafur Björn fékk 3 fugla og 2 skolla.

Tveir Bandaríkjamenn eru efstir, Chris Epperson og Mikel Martinson, á 65 höggum og verður Ólafur Björn því að vinna upp 6 högg.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á The Championship at Star Fort SMELLIÐ HÉR: