Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2012 | 07:00

Martin Kaymer þráir að sigra aftur – tekur þátt í BMW Italian Open

Árið í ár hefir ekki verið þýska kylfingnum Martin Kaymer gott.

Hann vill sanna fyrir sér og öðrum að hann sé kominn í leikform fyrir Ryder bikarinn með því að taka þátt í  BMW Italian Open styrktu CartaSi, en mótið er hluti af Evróputúrnum og hefst í dag.

Kaymer hefir ekki verið meðal 10 efstu síðan í apríl og rétt náði að komast inn í evrópska Ryder Cup liðið, sem mun spila í Medinah Country Club eftir u.þ.b. tvær vikur.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Martin Kaymer, fannst nógu margt jákvætt í leik sínum á KLM Open í síðustu viku þar sem hann varð í 21. sæti til þess að hann geti loks snúið hlutunum við á Royal Park I Roveri á Ítalíu í þessari viku.

„Ég er að slá mun betur og ég hef meiri stjórn yfir boltanum, en pútterinn er bara ekki að hegða sér nógu vel,“ sagði hann. „Ég vona að fleiri detti nú á næstunni.“

„Það er aðeins hægt að vera ánægður ef maður hefir verið meðal þeirra sem keppa til úrslita og ef maður sigrar en framfarirnar að öðru leyti hjá mér eru fínar. Það var ekki einn dagur sem ég fór af vellinum og taldi að þetta væri það besta sem ég gæti spilað. Það voru dagarnir þar sem mér fannst ég hafa skilið eftir 2-3 högg þarna úti. Stærstu áhyggjurnar s.l. 3 vikur snúast um að vera reiðubúinn til að spila í Medinah.

Í fyrstu leikjunum mun Kaymer spila með liðsfélögum sínum Colsaerts og Molinari og finnst að það muni verða alveg ágætis reynsla.

„Við, Nicolas og Francesco þekkjumst lítið því við höfum spilað svo lítið saman,“ bætti hann við. „Francesco og ég höfum spilað í Ryder bikarnum saman en við erum báðir mjög innhverfir persónuleikar. Þannig að það ætti að vera gott að spila meira saman og kynnast.  Séð frá þeirri hlið er gott að við spilum saman.

„Nicolas (Colsaerts) er afslappaður náungi og mjög svalur. Hann er góð viðbót við Ryder Cup liðið vegna þess að maður þarf á svölu fólki að halda sem ekki finnur svo mjög fyrir pressunni  eða er hrætt við neitt og ég held að Nicolas sé ekki stressaður yfir neinu. Hann er hreinn og beinn og mjög agressívur, sem er það sem við þurfum.“

Heimild: europeantour.com