Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 09:00

LET: Martina Eberl Ellis hættir í golfi – viðtal

Hér á eftir fer í lauslegri þýðingu viðtal golftime.de við einn besta þýska kvenkylfing síðustu 10 ára… Martinu Eberl-Ellis.  Hún er að hætta í keppnisgolfi því hún á von á 2. barni sínu í apríl 2013. Martina, sem fæddist 29. júní 1981 í München, í Þýskalandi  (er 31 árs)vissi mjög ung að aðeins atvinnumennskan í golfi kæmi til greina sem aðalatvinnugrein hennar. Því var það að 26. nóvember 2002 lét hún verða af því og gerðist atvinnumaður í golfi. Á 10 árum sínum í kastljósi meginlandsins sem einn besti kvenkylfingur Þýskalands var sjónum oft beint að búlimíu-vanda hennar og eins sambandi hennar til fjölda ára með skíðagöngumanninum Tobias Angerer. Í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 08:00

Nýjasta myndskeið Ben Crane – „Það hraðasta í lífi mínu var hármissirinn“

„Það hraðasta í lífi mínu var …. hversu fljótt ég fékk skalla,“ segir Ben Crane (mjög hægt) í nýjasta myndskeiði sem hann hefir sent frá sér. Myndskeiðið ber það frumlega heiti „Hair Attachment,“ og var frumsýnt s.l. föstudag í  þætti Golf Channel Morning Drive. Golf Boys-inn Ben Crane er því kominn með nýtt myndskeið, sem tekur tæpar2 mínútur að horfa á. Þar er hann hjá þýska íþróttasálfræðingnum sínum, með hártopp sem virðist vera frá því fyrir daga Bernhard Langer.  Og hann hefir boðskap að færa: „Ekki verða sköllótt.“ En það er um að gera að láta Ben Crane um brandarana. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 07:00

LET & LPGA: Jiyai Shin leiðir eftir 2. hring á Ricoh Women´s British Open

Í dag spila 50 efstu kylfingar sem komust í gegnum niðurskurð eftir 2. hring í gær, 3. og 4. umferð, en mótsfyrirkomulaginu var breytt vegna óveðurs á föstudaginn. Í efsta sæti eftir 2. hring á nýju vallarmeti á Royal Liverpool klúbbnum í Hoylake er fyrrum nr. 1 á heimslista kvenna, Jiyai Shin.  Jiyai kom inn í gær á 8 undir pari, 64 glæsihöggum og er samtals búin að spila á 135 höggum (71 64). Eldra vallarmet átti Mhairi McKay, 67 högg þannig að Shin bætti metið svo um munaði, um heil 3 högg. Það er landa Shin, Inbee Park, sem er í 2. sæti á 4 undir pari (72 68) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2012 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kevin Na -15. september 2012

Það er Kevin Sangwook Na (á kóreönsku: 나상욱 og hanja: 羅相昱) sem er afmæliskylfingur dagsins. Na er fæddur 15. september 1983 og er því 29 ára í dag. Na komst í fréttirnar í maí s.l. á the Players vegna endalauss vaggs þ.e. margendurtekinna æfingasveiflna áður en boltinn er sleginn, en var átalinn fyrir hægagang í golfinu. Hann hratt af stað heilmikilli herferð gegn hægum leik í golfi. Að öðru leyti er Kevin Na mjög sérstakur kylfingur og var talið að hann hefði farið á taugum á lokahringnum á Players eftir að hafa verið í forystu mestallt mótið vegna áhorfenda sem púuðu á hann þegar hann „vaggaði“; söngluðu NaNaNa hvert sem Kevin Na fór Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2012 | 19:55

Evróputúrinn: Garth Mulroy leiðir fyrir lokadaginn á BMW Italian Open

Það er Garth Mulroy frá Suður-Afríku, sem leiðir á BMW Italian Open fyrir lokahring mótsins sem spilaður verður á morgun í Tórínó. Mulroy er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (66 67 66) og hefir 1 höggs forystu á Spánverjann Gonzalo Fdez-Castaño. „Ég sagði á fyrsta degi að völlurinn minnti mig heilmikið á velli í Suður-Afríku,“ sagði hinn 34 ára Mulroy, sem næstum setti niður aðhöggið sitt á 13. braut I Rovery vallarins í dag. „Trén, lögunin og b0ltinn fer svolítið lengra líka.“ „Ég hef ekkert verið að spila svo vel í ár. Það myndi vera virkilega stórt afrek að sigra hér á meginlandi Evrópu, sérstaklega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2012 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (21. grein af 34): Jennie Y. Lee

Jennie Lee frá Bandaríkjunum er ein af stúlkunum 7 sem deildi 9. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á árinu. Hinar er  þær: Liebelei L. Lawrence grísk-bandaríska stúlkan frá Luxembourg, sem kynnt var í gær og þær Charlotte L. Ellis; Kendall R. Dye; Sahra Hassan; Elena M. Giraud og Maria Beautell, sem kynntar verða á næstu dögum. Jennie Lee  fæddist í Suður-Kóreu  6. nóvember 1986 og er því 25 ára. Hún byrjaði að spila golf 8 ára. Sem áhugamaður keppti Jennie Lee m.a. að 4 U.S. Women’s Open risamótum (2004, 2006-2008) og varð deildi ásamt annarri heiðrinum að vera sá áhugamaður sem var með lægsta skorið árið 2007.. Jennie Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2012 | 10:00

GOS: Valkyrjumótið fer fram 22. september n.k.!!! – Komið og spilið á einu síðasta og glæsilegasta kvennamóti ársins!!!

Opna Valkyrjumótið – Hótel Selfoss fer fram laugardaginn 22. september n.k. þ.e. eftir viku, á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss. Þetta er með síðustu kvennamótum ársins þannig að nú er um að gera að skrá sig og vera með!!! Eins og er, er veðurspáin ágæt fyrir næsta laugardag á Selfossi, 10° hiti og sól (Rástímar eru 9:00-11:00)   SJÁ NÁNAR VEÐURSPÁNNA HÉR:  Leikfyrirkomulagið er punktakeppni með og án forgjafar. 5 verðlaun eru veitt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun fyrir besta skor án forgjafar auk aukaverðlauna. Verðlaunin eru frá Hótel Selfoss og að venju glæsileg. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf eru eftirfarandi:  1.sæti Gisting fyrir tvo,morgunverður,þríréttaður kvöldverður ásamt aðgengi í Spa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2012 | 01:30

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir lauk fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbb- og púttmeistari GA 2012, stundar nám og spilar með golfliði Pfeiffer University, en skólinn er í Charlotte, Norður-Karólínu. Hún tók þátt í sínu fyrsta háskólamóti með golfliði Pfeiffer University, The Lady Falcons, á Anderson University Invitational, sem fram fór dagana 10. – 11. september 2012, í Suður-Karólínu. Í mótinu tók einnig þátt Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, sem Golf 1 hefir áður fjallað um SMELLIÐ HÉR:  og SMELLIÐ HÉR: og voru því tveir íslenskir kvenkylfingar við keppni í Suður-Karólínu í sama mótinu og báðar í sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum. Er Aðalsteini Þorlákssyni þökkuð góð ábending um það og mun Golf 1 fylgjast betur með Stefaníu Kristínu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2012 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórhildur Sigtryggsdóttir – 14. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Þórhildur Sigtryggsdóttir. Þórhildur er fædd 14. september 1956. Hún er í Golfklúbbi Kiðjabergs. Þórhildur er gift Hrafnkeli Óskarssyni. Komast má á facebooksíðu Þórhildar með til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:   Þórhildur Sigtryggsdóttir (Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Gareth Maybin 14. september 1980 (32 ára);  Will Claxton, 14. september 1981 (31 árs) …. og …… Hafdis Gudmunds (45 ára) Anna Vilhjálms (67 ára) Arnar H Ævarsson (48 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2012 | 18:15

Rory McIlroy talar um Ryder Cup á Late Night með Jimmy Fallon – myndskeið

Rory McIlroy kom nú nýlega fram í þættinum „Late Night with Jimmy Fallon,“ þegar hann var í fríi í New York. Þar talaði hann m.a. um æfingar sem hann var á með New York Knicks, hvernig hann byrjaði að spila golf á Norður-Írlandi, um vaxandi vináttu sína og Tiger Woods og Ryder Cup. „Ég myndi segja að þú sért besti kylfingurinn í heimi,“ sagði Fallon þegar hann kynnti Rory. „Það myndi ég líka segja,“ svaraði McIlroy brosandi. Til þess að sjá myndskeiðið með Rory á Late Night með Jimmy Fallon SMELLIÐ HÉR: