Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 10:00

Ballesteros sigraði í Madríd

Javier Ballesteros, sonur hins látna golfsnillings  Seve Ballesteros, sigraði á Madrid Amateur Open í gær, sunnudaginn 16. september. Ballesteros lauk keppni á 6 undir pari og átti 4 högg á þann sem næstur kom. Hann var fljótur að tileinka árangurinn föður sínum sem dó 7. maí 2011. „Pabbi sagði mér alltaf að maður yrði að spila með öllu sem maður ætti og það er það sem ég gerði,“ sagði hann. „Ég hugsaði um hann mikið á holunum 18 og ég tileinka honum sigurinn og móður minni.“ Hinn 22 ára Javier Ballesteros er að ljúka laganámi sínu við Complutense University í Madríd og ætlar ekki að taka ákvörðun hvort hann gerist atvinnumaður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 09:15

Indverskt fyrirtæki vill fá „Tiger Woods“ sem skrásett vörumerki

Indverska fyrirtækið Om Agro Chemicals hefir sótt um einkaleyfi á vörumerkinu „Tiger Woods.“ Þetta fer öfugt í golfstjörnuna Tiger og hefir hann andmælt áformum Om Agro. Ekki er vitað hvað fyrirtækið ætlar sér með vörumerkið. Om Agro Chemicals er málmúrvinnslufyrirtæki og hugsanlegt að þeir ætli sér að selja málmblending sem heitir í höfuðið á frægasta kylfingi allra tíma í golfkylfur. Það væri líklega til vinsælda fallið að vera með Tiger Woods málm í kylfunni sinni!!! Nafn Tiger hefir svo sem áður verið tengt ýmsum vörum, sem ýmist hefir fengist leyfi fyrir eða ekki. Fræg eru fyrirtækin sem Tiger leggur nafn sitt við og hlýtur milljónir dala í auglýsingatekjur fyrir s.s. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 08:00

GHG: Örn Rúnar Magnússon og Garðar Ingi Leifsson sigruðu á Opna heimsferða, Hacienda del Almo og Vínbars mótinu

Í gær fór fram 9 holu Texas Scramble mót á Gufudalsvelli þeirra Hvergerðinga. Tveir voru saman í liði; forgjöf þeirra lögð saman og deilt í með 5 til þess að fá leikforgjöf liðsins. Leikfyrirkomulag var síðan punktakeppni. Veglegir vinningar voru í keppninni en fyrir 1. sætið voru flugmiðar til Alicante í verðlaun.  Þá unnu þeir Örn Rúnar Magnússon, Golfklúbbi Seyðisfjarðar, fgj. 7,9 og Garðar Ingi Leifsson, Golfklúbbi Seyðisfjarðar, fgj. 7.3 – Leikforgjöf 1. Þeir Örn Rúnar og Garðar Ingi sigruðu á 31 höggi og 24 punktum. Til þess að sjá úrslitin í heild SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 18:54

LET & LPGA: Jiyai vann sannfærandi sigur á Women´s British Open

Það var Jiyai Shin sem vann sannfærandi sigur á síðasta kvenrisamóti ársins 2012 – Ricoh Women´s British Open, sem lauk í dag. Jiyai spilaði hringina 4 á 9 undir pari, samtals 279 höggum (71 64 71 73). Í 2. sæti varð landa Shin, Inbee Park,  frá Suður-Kóreu alls 9 höggum á eftir, þ.e. á sléttu pari og 288 höggum (72 68 72 76). Þetta er stærsti munur á sigurvegara og þeim sem varð í 2. sæti frá því Women´s British Open varð risamót 2001 – en þar áður vann Ayako Okamoto með meiri mun, 11 höggum, 1984. Jiyai Shin sem er nr. 10 á heimslista kvenna hlaut í verðlaun tékka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 18:45

Afmæliskylfingur dagsins: George Duncan – 16. september 2012

Það er George Duncan sem er afmæliskylfingur dagsins. Duncan er fæddur 16. september 1883 og hefði því orðið 129 ára í dag hefði hann lifað en hann dó 15. janúar 1964, áttræður að aldri. Duncan er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa sigrað Opna breska 1920. Einnig átti hann sæti í Ryder bikars liðum Englendinga 1927, 1929 og 1931. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jerry Haas, 16. september 1963 (49 ára)…. og ….. Iceland Hiking (49 ára) Reykjavik Fasteignasala (20 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 18:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst Kristjánsson meðal efstu á fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum – Tar Heel Inv.!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, er nú við nám í East Tennessee State og spilar með golfliði háskólans, the ETSU Bucs. Guðmundur Ágúst tók nú um helgina þátt í fyrsta háskólamóti sínu: Tar Heel Invitational, sem fram fór á UNC Finley golfvellinum á Chapel Hill í Norður-Karólínu.  Þátttakendur voru 81 frá 14 háskólum Guðmundur Ágúst spilaði hringina 3 á samtals 2 undir pari, 214 höggum (68 73 73) og var á besta skori leikmanna the ETSU Bucs. Sem stendur er Guðmundur Ágúst T-6, þ.e. deilir 6. sætinu með Mads Soegaard úr Duke háskóla. Sem stendur er ETSU í 5. sæti í liðakeppninni af 14 háskólum, sem þátt taka s.s. áður sagði. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra spilaði lokahringinn á Mary Fossum Invitational á 73!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, og lið Texas State hefir þessa helgina verið við keppni á Mary Fossum Invitational mótinu á Forest Akers West golfvellinum í Austur-Lansing í Michigan. Þátttakendur eru 92 frá 17 háskólum. Valdís Þóra lék hringina 3 á samtals 14 yfir pari,  230 höggum (77 80 73) og er sem stendur í 31. sæti en nokkrar eiga eftir að ljúka leik, þannig að sætisröðun gæti enn raskast. Í dag átti hún besta hringinn í liði sínu upp á 73 högg ásamt Kristu Puisite, sem er sem stendur í 1. sæti í einstaklingskeppninni. Bobcat golflið Texas State er sem stendur í 4. sæti í liðakeppninni, sem er býsna góður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 17:30

Evróputúrinn: Gonzalo Fdez-Castaño sigraði á BMW Italian Open

Það var Spánverjinn Gonzalo Fdez-Castaño sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW Italian Open. Hann spilaði hringina 4 á samtals 24 undir pari, 264  höggum (68 65 67 64) og hlaut að launum sigurtékkann upp á € 250.000,- Hringurinn í dag var einkar glæsilegur hjá Fdez-Castaño en hann lauk mótinu á 64 höggum, fékk 8 fugla og 10 pör, sem sagt „hreint“ skorkort. Fdez-Castaño átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti, Garth Mulroy frá Suður-Afríku. Mulroy spilaði samtals á 22 undir pari, 266 höggum (66 67 66 67). Í 3. sæti voru síðan heimamaðurinn Matteo Manassero og Frakkinn Grégory Bourdy á 20 undir pari, hvor. „Að komast ekki í Ryder Cup liðið voru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 14:00

The Clicking of Cuthbert 1. saga: Klikkun Cuthberts

Í fyrstu smásögu PG Wodehouse í The Clicking of Cuthbert, sem ber samnefnt heiti og bókin er „The Oldest Member,“ eða elsti félaginn í golfklúbbnum kynntur til sögunnar. Hann er sögumaður í öllum öðrum sögunum sem fylgja. Clicking of Cuthbert hefst á því að ungur maður kemur í uppnámi inn í klúbbhúsið, hendir sér niður í stól og segir þjóninum að hann megi eiga kylfurnar sínar eða ef hann vilji þær ekki gefa kylfuberunum þær. Hann er í uppnámi og elsti félaginn segir okkur að hann hafi fylgst með manninum á vellinum stuttu áður, þar sem hann sló 7 högg á 1. braut og setti síðan nokkra bolta í vatnið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 12:00

Nýtt á Golf 1: The Clicking of Cuthbert eftir Sir P.G Wodehouse – höfund Jeeves… og skemmtilegra golfsmásagna

Hér á Golf 1 verður golf á 19. öld nokkuð í fyrirrúmi það sem eftir er ársins – Einn ástsælasti rithöfundur Breta er einmitt 19. aldar barn – P.G. Wodehouse, fæddur 1881. Meðal fjölmargra verka hans eru tvær bækur sem geyma safn skemmtisagna um golf… en sögurnar líkt og Wodehouse eru börn síns tíma. Önnur bóka hans „The Clicking of Cuthbert”, sem geymir 10 smásögur um golf birtist fyrst í Bretlandi 3. febrúar 1922 hjá Herbert Jenkins í London og tveimur árum síðar í Bandaríkjunum, 28. maí 1924 hjá forlagi George H. Doran í New York, undir heitinu „Golf Without Tears.” Nokkur munur er á útgáfunum aðallega hvað varðar nöfn Lesa meira