Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2012 | 10:00

GOS: Valkyrjumótið fer fram 22. september n.k.!!! – Komið og spilið á einu síðasta og glæsilegasta kvennamóti ársins!!!

Opna Valkyrjumótið – Hótel Selfoss fer fram laugardaginn 22. september n.k. þ.e. eftir viku, á Svarfhólsvelli hjá Golfklúbbi Selfoss. Þetta er með síðustu kvennamótum ársins þannig að nú er um að gera að skrá sig og vera með!!!

Eins og er, er veðurspáin ágæt fyrir næsta laugardag á Selfossi, 10° hiti og sól (Rástímar eru 9:00-11:00)   SJÁ NÁNAR VEÐURSPÁNNA HÉR: 

Leikfyrirkomulagið er punktakeppni með og án forgjafar.

5 verðlaun eru veitt í punktakeppni með forgjöf og ein verðlaun fyrir besta skor án forgjafar auk aukaverðlauna.

Verðlaunin eru frá Hótel Selfoss og að venju glæsileg.

Verðlaun í punktakeppni með forgjöf eru eftirfarandi: 

1.sæti Gisting fyrir tvo,morgunverður,þríréttaður kvöldverður ásamt aðgengi í Spa

2.sæti Gisting fyrir tvo með morgunverði ásamt þríréttuðum kvöldverði.

3.sæti Gisting fyrir tvo með morgunverði ásamt þríréttuðum kvöldverði.

4.sæti Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði.

5.sæti Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði.

 

1.sæti án forgjafar: Gisting fyrir tvo,morgunverður,þríréttaður kvöldverður ásamt aðgengi í Spa

Einnig verða nándarverðlaun á 3, 4 og 7. holu.

Dregið úr skorkortum. Verðlaun frá tískuverslununum Ozone og Lindinni, Snyrtistofu Ólafar, Intersport, Motivo, Hárgreiðslustofu Önnu og Alvörubúðinni.

Nú er bara að SKRÁ SIG HÉR: