Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2012 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (21. grein af 34): Jennie Y. Lee

Jennie Lee frá Bandaríkjunum er ein af stúlkunum 7 sem deildi 9. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á árinu. Hinar er  þær: Liebelei L. Lawrence grísk-bandaríska stúlkan frá Luxembourg, sem kynnt var í gær og þær Charlotte L. Ellis; Kendall R. Dye; Sahra Hassan; Elena M. Giraud og Maria Beautell, sem kynntar verða á næstu dögum.

Jennie Lee  fæddist í Suður-Kóreu  6. nóvember 1986 og er því 25 ára. Hún byrjaði að spila golf 8 ára.

Sem áhugamaður keppti Jennie Lee m.a. að 4 U.S. Women’s Open risamótum (2004, 2006-2008) og varð deildi ásamt annarri heiðrinum að vera sá áhugamaður sem var með lægsta skorið árið 2007.. Jennie Lee hefir líka tvívegis verið í sigurliðum Bandaríkjanna í U.S. Curtis Cup team (2006, 2008) og hún keppti fyrir Team USA í Women’s World Amateur Team Championship 2006. Lee komst í fjórðungsúrslit á  U.S. Women’s Amateur Championship og sigraði  North & South Women’s Amateur Championship árið 2006. Í Duke University spilaði Jennie Lee  öll 4 árin með golfliði háskólans, the Blue Devil og vann  tvö  NCAA Women’s Golf Championships mót með liðinu (2006, 2007).

Jennie Lee gerðist atvinnumaður í golfi í júní árið 2009, eftir útskrift frá Duke University þar sem hún hlaut gráðu í félagsfræði. Hún spilaði fyrst um sinn á Duramed FUTURES túrnum (nú Symetra Tour) þ.e. árin 2009 og 2010, en komst síðan strax inn á LPGA í fyrstu tilraun sinni. Í  Q-school LPGA 2010 varð hún í T-14 og spilaði 2011 á LPGA mótaröðinni.

Í ársbyrjun 2012 ákvað hún að söðla um og reyna að komast á LET, sem líka tókst í fyrstu tilraun og í ár hefir Jennie verið að spila á Evrópumótaröð kvenna.

Jennie segir foreldra sína og Tom Sargent golfkennara sinn hafa haft mest áhrif á feril sinn. Áhugamál Jennie eru eldamennska, að baka og að vinna með börnum.