Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2012 | 18:15

Rory McIlroy talar um Ryder Cup á Late Night með Jimmy Fallon – myndskeið

Rory McIlroy kom nú nýlega fram í þættinum „Late Night with Jimmy Fallon,“ þegar hann var í fríi í New York.

Þar talaði hann m.a. um æfingar sem hann var á með New York Knicks, hvernig hann byrjaði að spila golf á Norður-Írlandi, um vaxandi vináttu sína og Tiger Woods og Ryder Cup.

„Ég myndi segja að þú sért besti kylfingurinn í heimi,“ sagði Fallon þegar hann kynnti Rory.

„Það myndi ég líka segja,“ svaraði McIlroy brosandi.

Til þess að sjá myndskeiðið með Rory á Late Night með Jimmy Fallon SMELLIÐ HÉR: