Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2012 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kevin Na -15. september 2012

Það er Kevin Sangwook Na (á kóreönsku: 나상욱 og hanja: 羅相昱) sem er afmæliskylfingur dagsins. Na er fæddur 15. september 1983 og er því 29 ára í dag. Na komst í fréttirnar í maí s.l. á the Players vegna endalauss vaggs þ.e. margendurtekinna æfingasveiflna áður en boltinn er sleginn, en var átalinn fyrir hægagang í golfinu. Hann hratt af stað heilmikilli herferð gegn hægum leik í golfi.

Að öðru leyti er Kevin Na mjög sérstakur kylfingur og var talið að hann hefði farið á taugum á lokahringnum á Players eftir að hafa verið í forystu mestallt mótið vegna áhorfenda sem púuðu á hann þegar hann „vaggaði“; söngluðu NaNaNa hvert sem Kevin Na fór o.s.frv.

Sjá má nýlega grein í greinaflokknum: Hver er kylfingurinn? um Kevin Na með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karsten Solheim 15. september 1911 (hefði orðið 101 árs í dag);  Fulton Peter Allem 15. september 1957 (55 ára); Shi Hyun Ahn (á kóreönsku:  안시현) 15. september 1984 (28 ára)   ….. og …..

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is