Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2012 | 01:30

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir lauk fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbb- og púttmeistari GA 2012, stundar nám og spilar með golfliði Pfeiffer University, en skólinn er í Charlotte, Norður-Karólínu.

Hún tók þátt í sínu fyrsta háskólamóti með golfliði Pfeiffer University, The Lady Falcons, á Anderson University Invitational, sem fram fór dagana 10. – 11. september 2012, í Suður-Karólínu.

Í mótinu tók einnig þátt Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, sem Golf 1 hefir áður fjallað um SMELLIÐ HÉR:  og SMELLIÐ HÉR: og voru því tveir íslenskir kvenkylfingar við keppni í Suður-Karólínu í sama mótinu og báðar í sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum.

Er Aðalsteini Þorlákssyni þökkuð góð ábending um það og mun Golf 1 fylgjast betur með Stefaníu Kristínu og the Lady Falcons í vetur!!!

Skor Stefaníu Kristínar í mótinu var 167 (84 83) sem var 4. besta skor liðs hennar, The Lady Falcons og því taldi skor Stefaníu Kristínar strax í fyrsta móti hennar, sem er glæsilegt!!!  Stefanía Kristín deildi 27. sætinu með Lauren Lyle, liðsfélaga sínum af 45 þátttakendum.

The Lady Falcons urðu í 7. sæti af 9 liðum sem þátt tóku.  Næsta mót  Stefaníu Kristínar og The Lady Falcons er Converse Invitational í Spartansburg, Suður-Karólínu, 17. september n.k.

Golf 1 óskar Stefaníu Kristínu velgengni í mótinu!!!

Lesa má um Stefaníu Kristínu á fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum, þ.e. Anderson University Invitational á heimasíðu Pfeiffer háskóla SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin í Anderson University Invitational SMELLIÐ HÉR: