
Evróputúrinn: Garth Mulroy leiðir fyrir lokadaginn á BMW Italian Open
Það er Garth Mulroy frá Suður-Afríku, sem leiðir á BMW Italian Open fyrir lokahring mótsins sem spilaður verður á morgun í Tórínó.
Mulroy er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum (66 67 66) og hefir 1 höggs forystu á Spánverjann Gonzalo Fdez-Castaño.
„Ég sagði á fyrsta degi að völlurinn minnti mig heilmikið á velli í Suður-Afríku,“ sagði hinn 34 ára Mulroy, sem næstum setti niður aðhöggið sitt á 13. braut I Rovery vallarins í dag. „Trén, lögunin og b0ltinn fer svolítið lengra líka.“
„Ég hef ekkert verið að spila svo vel í ár. Það myndi vera virkilega stórt afrek að sigra hér á meginlandi Evrópu, sérstaklega vegna þess hversu verðlaunaféð er hátt og svo fær maður líka 2 ára undanþágu til að spila á Evróputúrnum. Ég vinn ekki svo oft þannig að ég myndi vel una við hvaða sigur sem er.“
Þriðja sætinu deila Rafa Cabrera Bello (67 69 65) frá Kanarí eyjum og Pablo Larrazábal (69 66 66) á 15 undir pari, hvor.
Sex kylfingar deila 5. sætinu og þarf Ryder Cup lið Evrópu líklega ekki að örvænta því meðal þeirra sem þar sitja aðeins 4 höggum á eftir forystunni eru Nicolas Colsaerts og Martin Kaymer, allir á 13 undir pari, hver, sem sagt.
Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring BMW Italina Open þ.e. eftir daginn í dag, 3. dag mótsins SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024