Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 08:00

Nýjasta myndskeið Ben Crane – „Það hraðasta í lífi mínu var hármissirinn“

„Það hraðasta í lífi mínu var …. hversu fljótt ég fékk skalla,“ segir Ben Crane (mjög hægt) í nýjasta myndskeiði sem hann hefir sent frá sér. Myndskeiðið ber það frumlega heiti „Hair Attachment,“ og var frumsýnt s.l. föstudag í  þætti Golf Channel Morning Drive.

Golf Boys-inn Ben Crane er því kominn með nýtt myndskeið, sem tekur tæpar2 mínútur að horfa á. Þar er hann hjá þýska íþróttasálfræðingnum sínum, með hártopp sem virðist vera frá því fyrir daga Bernhard Langer.  Og hann hefir boðskap að færa: „Ekki verða sköllótt.“

En það er um að gera að láta Ben Crane um brandarana. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: