Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 11:30

Frægir kyfingar: Michael Phelps – Elizabeth Hurley og Bill Murray á Dunhill Links Pro-Am

Í stórmótum sem Dunhill Links Championship er vani að stórstjörnur í öðrum íþróttagreinum en golfíþróttinni, frægir, þekktir og ríkir aðilar á heimi afþreyingar, lista, menningar  eða stjórnmála séu meðal kylfinga sem paraðir eru með stórstjórnum golfíþróttarinnar í skemmtilegri Pro-Am keppni, þar sem ágóðinn rennur oftar en ekki til góðgerðarmála. Dunhill Links Championship er engin undantekning, en um mótið hefir verið stofnaður sjóður sem sér um að velja góðgerðarverkefnin sem ágóði hvers móts rennur til. SJÁ NÁNAR UM ALFRED DUNHILL FOUNDATION MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR:  Meðal frægra stórstjarna á mótinu í ár eru Ólympíusundkappinn Michael Phelps, og leikarnarnir Bill Murray og Elizabeth Hurley. Elizabeth spilar ekki sjálf en var að fylgjast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 10:30

Hver er kylfingurinn: Dustin Johnson? (Fyrri grein af 2)

Hvað eiga Dustin Johnson og Hunter Mahan sameiginlegt? Jú, þeir heita báðir Hunter!!! Dustin Hunter Johnson, oft líka bara nefndur DJ fæddist í Colombía, Suður-Karólínu 22. júní 1984 og er því 28 ára.  Dustin spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Coastal Carolina University. Sem áhugamaður sigraði hann á Monroe Invitational og Northeast Amateur árið 2007 og spilaði í sigurliðum Walker Cup og Palmer Cup árið 2007. Atvinnumennskan Dustin gerðist atvinnumaður síðla árs 2007 og var þrjú ár í röð (2009-2011) meðal mestu sleggja á PGA Tour, þ.e. meðal högglengstu kylfinga nánar tiltekið með 3. mestu högglengdina. Dustin er jafnframt meðal hávaxnari kylfinga 1,93 metra á hæð Hann hlaut kortið sitt á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 09:30

PGA: John Daly í 6. sæti þegar JT Shriners Open er hálfnað

John Daly er í 6. sæti þegar Justin Timberlake Shriner Open er hálfnað á TPC Summerlin í Las Vegas…. og eins og alltaf þegar John Daly er ofarlega í mótum er það fréttnæmt. Hann stelur athyglinni frá hinum, jafnvel þeim sem eru í efsta sæti. Enda var Daly flottur í eiturgrænum golfbol og skræpóttum buxum eins og hann kemst einn upp með að vera í!  En það sem er ánægjulegast er að hann vakti ekki síður athygli fyrir góða frammistöðu á golfvellinum. Daly var meðal þeirra 3 sem voru á besta skorinu í mótinu í gær (hinir voru nýliðinn Daníel Summerhayes og Vijay Singh frá Fidji eyjum). Hann spilaði á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 04:00

PGA: Jonas Blixt og Brendon de Jonge í efsta sæti á JT Shriners Open – hápunktar og högg 2. dags

Það eru Svíinn Jonas Blixt og Brendon de Jonge frá Suður-Afríku, sem deila 1. sæti á Justin Timberlake Shriners Open. Báðir eru þeir búnir að spila á 14 undir pari, samtals 128 höggum; Blixt (64 64) og de Jonge (62 66). Blixt og de Jonge hafa hins vegar aðeins litla forystu því aðeins 1 höggi á eftir er forystumaður gærdagsins Ryan Moore á samtals 13 undir pari, 129 höggum (61 68). Fjórða sætinu deila síðan þeir Daníel Summerhayes og Tim Herron báðir tveimur höggum á eftir á 12 undir pari, 131 höggi; Summerhayes (68 63) og Herron (63 68). Summerhayes, John Daly og Vijay Singh voru á besta skori gærdagsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Branden Grace í 1. sæti þegar Dunhill Links Championship er hálfnað

Það er „Amazing Grace“ þ.e. Branden Grace frá Suður-Afríku, nýliðinn á Evrópumótaröðinni, sem er í forystu á Dunhill Links Championship, þegar mótið er hálfnað. Grace er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 127 höggum (60 67) og á 5 högg á þá sem deila 2. sætinu Svíanum Joel Sjöholm (65 67) og Thorbjörn Olesen frá Danmörku (63 69).  Grace og Sjöholm spiluðu á St. Andrews í dag en Olesen á Carnoustie. Grace sagði eftir hringinn:„Ég held að það hvernig ég er að spila og slá boltann þá hlakka ég reglulega til að spila á Carnoustie. Pútterinn er að virka og ég hlakka til þess.“ Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 16:45

LET: Diana Luna í 1. sæti í Frakklandi

Það er ítalska stúlkan Diana Luna, sem tekið hefir forystuna á Lacoste Ladies Open de France, sem hófst  á golfvelli Chantaco Golf Club í Saint-Jean-de-Luz, í Aquitaine, í Frakklandi í gær. Luna er búin að spila á samtals 9 undir pari, 131 högg (67 64). Í 2. sæti er forystukona gærdagsins Stacey Keating frá Ástralíu á samtals 7 undir pari, 133 höggum (62 71). Lorena Ochoa sem er að keppa í fyrsta sinn eftir barneignir á „alvörumóti“ er búin að spila á samtals 1 yfir pari, 141 höggi (69 72). Hún deilir 25. sætinu með 6 öðrum. Það var tilkynnt í dag að fyrirliði Evrópu í Ryder bikarskeppninni José María Olazábal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 16:25

Leik frestað vegna myrkurs á HM áhugamanna í Tyrklandi

Íslenska karlalandsliðið í golfi sem skipað er þeim Axel Bóassyni GK, Haraldi Franklín Magnús GR og Rúnari Arnórssyni GK, náði ekki að ljúka leik í dag fyrir myrkur. Vegna veðurs frestaðist ræsing um sex klukkutíma í morgun. Axel var staddur á 18 flöt, Haraldur á 17 flöt og Rúnar á 17 teig þegar leik var frestað vegna myrkurs, þeir munu klára hringinn í fyrramálið. Haraldur Franklín er búin að spila best allra í liðinu er á 2 undir pari, þegar leik var frestað. Axel og Rúnar voru báðir á 3 yfir pari. Golf 1 óskar þeim Axel, Haraldi Franklín og Rúnari góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 16:00

Ólafur Björn í 63. sæti á úrtökumótinu í Frilford – komst ekki á næsta stig úrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk í dag keppni á golfvelli Friford Heath golfklúbbnum í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Ólafur Björn spilaði á samtals 11 yfir pari, 299 höggum (77 73 76 73).  Hann varð í 63. sæti og komst því ekki á næsta stig úrtökumótsins. Aðeins þeir sem voru í 29 efstu sætunum komust áfram. Til þess að sjá úrslitin á Frilford Heath SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Geir Hörður Ágústsson – 5. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Geir Hörður Ágústsson. Geir Hörður fæddist 5. október 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Geir Hörður er í Golfklúbbi Ólafsfjarðar.  Hann tók m.a. þátt í Bændaglímu GÓ, 23. september s.l. með góðum árangri. Geir Hörður á eina dóttur, Sonju. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Geir Hörður Ágústsson (50 ára – innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Laura Davies, 5. október 1963 (49 ára) …. og …… Inga Þöll Þórgnýsdóttir (51 árs) Margrét Grímlaug Kristjánsdóttir (54 ára) Sigurveig Árnadóttir (47 ára) Hallsteinn Traustason Eggert Steinar (17 ára) Guðmundur Bj. Hafþórsson (37 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 12:40

Ryder Cup 2012: Peter Hanson óánægður með Olazábal

Í íþróttum, líkt og stjórnmálum er samstaða í Evrópu brothættur hlutur. Aðeins fjórum dögum eftir að álfan sameinaðist í sigri Jose Maria Olazábal í Ryder bikars keppninni í  Medinah, er fyrsta sprungan byrjuð að myndast á ásýnd glaðværðar liðsheildarinnar eftir uppljóstranir Svíans Peter Hanson um spennuna, sem kraumaði undir yfirborðinu, í Chicago. Hanson fékk aðeins að leika í einum leik á fyrstu tveimur dögum keppninnar, en hann lék ásamt Paul Lawrie  í leik sem þeir töðuðu 5&4 gegn  Bubba Watson og Webb Simpson í fjórbolta föstudagsins, fyrir viku síðan. Hann gerði ráð fyrir að fá að spila aftur á laugardagssíðdeginu og var bitur þegar Olazábal lét hann sitja hjá. Reiðin hafði Lesa meira