Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 12:00

Dýr á golfvöllum: Paul Casey í vandræðum með Digby

Paul Casey gat ekki leikið á Dunhill Links Championship mótinu eftir að lítill hundur hljóp á flötina, þar sem hann var búinn að eygja skemmtilegan hvítan bolta sem tilvalið var að leika sér svolítið með. Atvikið átti sér stað við 12. holu Kingsbarns golfvallarins, þar sem Paul Casey var ásamt olympíusundstjörnunni Michael Phelps í Pro-Am hluta mótsins fyrr í vikunni. Litli hvuttinn heitir Digby. Hann tók upp boltann í kjaftinn á sér, hljóp af stað með hann og vildi ekki sleppa, enda stórskemmtilegt að láta alla hlaupa eftir sér.  Að lokum náðist boltinn, að vísu svolítið blautur og Casey setti niður …..hmmm hunda eða fuglapútt? Ef áhugi er að lesa fréttina Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 08:00

Hvað er óhollt að borða fyrir golfhring?

Þeir hjá Golf Digest eru alltaf að taka saman skemmtilega lista yfir hitt og þetta sem við kemur golfi;  t.a.m. lista yfir verst klæddu kylfingana, lista yfir það sem mest fer í taugarnar á kylfingum á golfhring o.s.frv.; o.s.frv. Nú hefir nýjasta samantekt Golf Digest litið dagsins ljós þ.e. listi yfir það sem óhollt er að boða fyrir golfhring. Ýmislegt á þeim lista kemur ekki á óvart s.s. – hver fer að úða í sig franskar eða eina með öllu  fyrir hring eða pretzel-um? Kannski betra að bíða með pylsuna eftir hring 🙂 Annað á e.t.v. eftir að vekja meiri athygli. Til þess að sjá lista Golf Digest yfir það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 07:00

PGA: Moore á 61 á Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open – hápunktar og högg 1. dags

Ryan Moore náði e.t.v. ekki að komast í lið Bandaríkjamanna í Ryder bikarnum en hann sýndi hversu mikill klassakylfingur hann er í Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open. Hann hóf leik í gær á 10 undir pari, 61 höggi höggi á TPC Summerlin í Las Vegas. Moore er með 1 höggs forystu á Brendon de Jonge frá  Zimbabwe meðan Tim Herron og John Huh deila 3. sæti á 8 undir pari, hvor.  Eftir 1. hring sagði Moore m.a. að hann hefði bara verið að slá vel. Chris Kirk, Justin Leonard og Jonas Blixt eru síðan í 5. sæti á 7 undir pari, hver og Vijay Singh frá Fidji er í hóp kylfinga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 17:00

LET: Stacey Keating í 1. sæti á Lacoste mótinu eftir 1. dag – var á 62 glæsihöggum!!!

Það er ástralska stúlkan Stacey Keating, sem tekið hefir forystuna á Lacoste Ladies Open de France, sem hófst  á golfvelli Chantaco Golf Club í Saint-Jean-de-Luz, í Aquitaine, í Frakklandi. Keating skilaði sér í hús á 8 undir pari, 62 glæsihöggum. Hún fékk 9 fugla og 1 skolla á par-70 golfvellinum. Í 2. sæti eru heimakonurnar Virginie Lagoutte-Clement og Sophie Giquel-Bettan, Lydía Hall frá Wales og spænski stórkylfingurinn Azahara Muñoz. Þær spiluðu á 4 undir pari, 66 höggum. Lorena Ochoa, sem er ekki í neinu spilaformi vegna langrar fjarveru frá keppnisgolfi var á 1 undir pari, 69 höggum í dag. Þessi mexíkanska fyrrum nr. 1 í heimi kvennagolfsins  deilir 17. sæti ásamt nokkrum öðrum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sunna Víðisdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir og Haukur Hólm Hauksson – 4. október 2012

Þetta er stór afmælisdagur kylfinga þ.e. það eru margir frábærir kylfingar, sem eiga afmæli í dag. Þegar unnið er alla daga við að skrifa afmælisgreinar sést fljótt að suma daga er varla hægt að finna kylfing sem fæddur er á viðkomandi degi og svo aðra daga, sem margir stórkylfingar eru fæddir á. Þeir sem fæddir eru í dag virðast fæddir undir stórri golfstjörnu!!! Afmæliskylfingar dagsins eru þrír í dag, en þeir eiga allir stórafmæli. Sunna Víðisdóttir er fædd 4. október 1994 og á því 18 ára afmæli í dag!!!! Sunna er afrekskylfingur í GR og stundar nám og spilar golf með golfliði Elon háskóla í Norður-Karólínu, í Bandaríkjunum.  Sjá má nýlegt viðtal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 15:30

Evróputúrinn: Branden Grace tekur forystuna á Dunhill Links Championship á 60 höggum!!!

Dunhill Links Championship hófst í Skotlandi í dag. Spilað er á 3 golfvöllum, hverjum öðrum þekktari: Carnoustie, Kingsbarns og St. Andrews. Branden Grace, frá Suður-Afríku hefir tekið forystu snemma dags, kom inn á 12 undir pari, 60 glæsihöggum í dag en hann spilaði Kingsbarns golfvöllinn. Grace fékk hvorki fleiri né færri en 10 glæsifugla og einn æðislegan örn! Í 2. sæti er Frakkinn Victor Dubuisson á 62 höggum, en hann spilaði á St. Andrews Old Course. Til þess að fylgjast með stöðunni á Dunhill Links Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 15:15

Ólafur Björn í 69. sæti – Ólafur Már dró sig úr keppni á 3. degi úrtökumótsins í Frilford

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði í dag á 76 höggum á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Frilford í Englandi. Hann er samtals búinn að spila á  10 yfir pari, 226 höggum (77 73 76).  Hann er í 69. sæti þegar þetta er ritað kl. 15:15, en nokkrir eiga eftir að ljúka keppni og því gætu sætistölur hnikast aðeins til.  Aðeins 29 efstu komast upp á næsta stig úrtökumótsins. Ólafur Már Sigurðsson, GR, dró sig úr mótinu í dag, en honum hafði ekki gengið vel; var á samtals 162 höggum (83 79) eftir 2 hringi. Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 15:00

GKJ: Kristín María og Kristófer Karl efnilegust á Uppskeruhátíð unglinga

Uppskeruhátíð unglinga í GKJ fór fram fyrir viku síðan 27. september 2012.  Frábær mæting var á uppskeruhátíðna og hafa aldrei eins margir látið sjá sig. Þar var börnum og unglingum í GKJ veittar margvíslegar viðurkenningar og verðlaun fyrir góða frammistöðu á mótum s.l. sumars. Þau Kristín María Þorsteinsdóttir og Kristófer Karl Karlsson þóttu efnilegust hjá GKJ 2012. Fleiri myndir frá uppskeruhátíðinni má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 14:45

Íslenska karlalandsliðið í 25. sæti eftir 1. dag í Tyrklandi – Axel á besta skorinu 69 höggum!!!

Íslenska karlalandsliðið, skipað þeim Axel Bóassyni, GK, Haraldi Franklín Magnús, GR og Rúnari Arnórssyni, GK spilaði fyrsta hring á heimsmeistaramóti áhugamanna í dag, í Antalya í Tyrklandi. Keppendur eru 215 frá 72 þátttökuþjóðum. Axel Bóasson spilaði best Íslendinganna, kom í hús á 2 undir pari, 69 höggum, en á hringnum fékk Axel fjóra fugla og tvo skolla. Axel deilir 24. sætinu í einstaklingskeppninni. Haraldur Franklín Magnús byrjar keppnina á 4 yfir pari, 75 höggum og deilir 99. sætinu. Rúnar var á 5 yfir pari, 76 höggum og deilir 113. sætinu. Tvö bestu skor hvers liðs telja og er lið Íslands á samtals 144 höggum í liðakeppninni, en í efsta sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2012 | 10:30

The Clicking of Cuthbert 3. saga: Þrjú ólík í holli

Vegna Ryder bikarsins á sunnudaginn og umfjöllunar um hann, sem rétt í dag er farið að draga aðeins úr frestaðist birting sunnudagsgolfsögunnar hér á Golf 1 „Clicking of Cuthbert“ til dagsins í dag.“ En hér kemur hún þótt síðar sé og jafnframt loforð um að 4. hluti sögunnar birtist n.k. sunnudag: „Golf like measles should be caught young, for if postponed to riper years, the result may be serious.“ „Golf er eins og mislingar, það ætti að fá þá ungur því ef frestast að fá þá þar til á eldri árum, getur lokaniðurstaðan orðið alvarleg.“ Svona segir í upphafi 3. sögu The Clicking of Cutbert þ.e. Klikkun Cuthberts, sem ber Lesa meira