Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 16:00

Ólafur Björn í 63. sæti á úrtökumótinu í Frilford – komst ekki á næsta stig úrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk í dag keppni á golfvelli Friford Heath golfklúbbnum í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina.

Ólafur Björn spilaði á samtals 11 yfir pari, 299 höggum (77 73 76 73).  Hann varð í 63. sæti og komst því ekki á næsta stig úrtökumótsins.

Aðeins þeir sem voru í 29 efstu sætunum komust áfram.

Til þess að sjá úrslitin á Frilford Heath SMELLIÐ HÉR: