Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Branden Grace í 1. sæti þegar Dunhill Links Championship er hálfnað

Það er „Amazing Grace“ þ.e. Branden Grace frá Suður-Afríku, nýliðinn á Evrópumótaröðinni, sem er í forystu á Dunhill Links Championship, þegar mótið er hálfnað.

Grace er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 127 höggum (60 67) og á 5 högg á þá sem deila 2. sætinu Svíanum Joel Sjöholm (65 67) og Thorbjörn Olesen frá Danmörku (63 69).  Grace og Sjöholm spiluðu á St. Andrews í dag en Olesen á Carnoustie.

Grace sagði eftir hringinn:„Ég held að það hvernig ég er að spila og slá boltann þá hlakka ég reglulega til að spila á Carnoustie. Pútterinn er að virka og ég hlakka til þess.“

Til þess að sjá stöðuna þegar Dunhill Links Championship er hálfnað SMELLIÐ HÉR: