Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 11:30

Frægir kyfingar: Michael Phelps – Elizabeth Hurley og Bill Murray á Dunhill Links Pro-Am

Í stórmótum sem Dunhill Links Championship er vani að stórstjörnur í öðrum íþróttagreinum en golfíþróttinni, frægir, þekktir og ríkir aðilar á heimi afþreyingar, lista, menningar  eða stjórnmála séu meðal kylfinga sem paraðir eru með stórstjórnum golfíþróttarinnar í skemmtilegri Pro-Am keppni, þar sem ágóðinn rennur oftar en ekki til góðgerðarmála.

Dunhill Links Championship er engin undantekning, en um mótið hefir verið stofnaður sjóður sem sér um að velja góðgerðarverkefnin sem ágóði hvers móts rennur til. SJÁ NÁNAR UM ALFRED DUNHILL FOUNDATION MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR: 

Meðal frægra stórstjarna á mótinu í ár eru Ólympíusundkappinn Michael Phelps, og leikarnarnir Bill Murray og Elizabeth Hurley. Elizabeth spilar ekki sjálf en var að fylgjast með kæresta sínum Shane Varne, frá Nýja-Sjálandi, sem spilaði í mótinu  Sjá má myndir af þeim innan um stórstjörnurnar í golfheiminum með því að SMELLA HÉR: 

Michael Phelps, sem er með 16 í forgjöf, setti m.a. niður frábært 153 feta (47 metra) pútt á Kingsbarns vellinum sem sjá má myndskeið af með því að SMELLA HÉR: