Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 08:50

Asíutúrinn: KJ Choi sigraði á CJ Invitational

Í Nine Bridges Golf Club á Jeju eyju í Kóreu fór dagana 4.-7. október fram CJ Invitational þar sem gestgjafi var KJ Choi. Mótinu lauk fyrr í morgun.  Klúbburinn hefir yfir að ráða golfvelli sem talinn er meðal 100 bestu í heimi – þetta er keppnisvöllur og almenningi einungis veittur takmarkaður aðgangur til að spila hann. (Til þess að komast á glæsilega heimasíðu klúbbsins SMELLIÐ HÉR: ) Úrslitin urðu þau að gestgjafinn KJ Choi, frá Kóreu, sigraði í mótinu á samtals 15 undir pari, 269 höggum (69 65 68 67). Í 2. sæti varð nýliðinn á PGA Tour og landi Choi, Bae Sang-Moon á 13 undir pari, 271 höggi (69 68 66 68). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2012 | 07:00

Ryder Cup 2012: Jason og Amanda Dufner best klædd af Ryder Cup liði Bandaríkjanna í Gala dinnernum

Það er vart hægt að trúa því að nú skuli vera vika liðin frá Ryder bikarnum og ævintýralegri framgöngu og sigri liðs Evrópu í dag fyrir viku. Fyrr en varir verða jólin komin og nýtt ár og það eina góða við það hversu fljótt tíminn líður er að vorið nálgast óðfluga og þar með nýtt golftímabil 2013. Það voru margir þættir hins gríðarumfangsmikla Ryder bikars móts sem hlutu takmarkaða umfjöllun, m.a. Gala Dinerinn sem alltaf er boðið til áður en mótið hefst. Þar koma stórstjörnur beggja liða fram með eiginkonur og kærestur upp á arminn og er mikið spáð í klæðaburð kylfinga og þeirra, sem þeim fylgja. Í óopinberri könnun, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 22:55

PGA: Þrír deila forystu fyrir lokahring JT Shriners Hospitals for Children Open

Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore, Svíinn Jonas Blixt, og Brendan de Jonge frá Zimbabwe deila forystunni fyrir lokahring Justin Timberlake Shriners Hospitals for Children Open. Allir eru þeir á 19 undir pari, 194 höggum; Blixt (64 64 66); de Jonge (62 66 66) og Ryan Moore (61 68 65). Í 4. sæti eru Bandaríkjamennirnir Jimmy Walker og Tim Herron 5 höggum á eftir forystumönnunum, þ.e. á samtals 14 undir pari, 199 höggum. Í 6. sæti eru 4 kylfingar þ.á.m. Ástralinn Jason Day á samtals 12 undir pari. John Daly átti afleitan hring upp á 86 högg og er í síðasta sæti þeirra, sem komust í gegnum niðurskurð – Ótrúleg sveifla að fara úr 63 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 17:20

Golfgrín á laugardegi

Dómarinn við ákærða: „Allt í lagi, þú ert búinn að útskýra að dauðsfall eiginkonu þinnar hafi verið af völdum óhappatilviljunar og að Titleist boltinn, sem réttarlæknirinn gróf úr höfuðkúpu hennar hafi grafist þar vegna keðju óheppilegra kringumstæðna, sem leitt hafi til dauða hennar. Því gastu líka gefið meira og minna trúverðugar skýringar á. En það sem ég hef enn ekki skilið er af hverju réttarlæknirinn fann líka  Wilson Smart Core bolta í konu þinni?“ Ákærði: „Nú það var varaboltinn….“

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 17:00

Tiger ætlar bara að spila á 4 mótum til ársloka

Tiger Woods, nr. 2 á heimslistanum, lét frá sér fara fréttatilkynningu að hann muni spila í 4 mótum til ársloka: tveimur í Bandaríkjunum og tveimur utan þeirra. Tiger mun leika á  the Turkish Airlines World Golf Final, í Antalya, Tyrklandi, 9.-12. október, nk. Síðan spilar Tiger á móti í Kaliforníu þ.e. the Tiger Woods Invitational, 16.-18 október, á Pebble Beach. Næsta mót sem Tiger spilar í er  í Malasíu, en þar tekur hann þátt í CIMB Classic mótinu 25.-28. október n.k. Í mótunum sem Tiger ætlar að spila  í utan Bandaríkjanna verður verðlaunafé upp á tæpan 1.4 milljarð íslenskra króna. Að lokum verður Tiger með á the World Challenge mótinu 28. nóvember – Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 16:53

LET: Diana Luna leiðir fyrir lokahringinn á Lacoste mótinu í Frakklandi

Það er ítalska stúlkan Diana Luna, sem leiðir á Lacoste Ladies Open de France fyrir lokahringinn, sem verður spilaður á morgun. Diana er búin að spila á samtals 11 undir pari, 199 höggum (67 64 68). Hún á 3 högg á heimakonuna Anne Lise Caudal,  spænska kylfinginn Carlotu Ciganda og  Stacey Keating frá Ástralíu, sem deila 2. sætinu á 8 undir pari, 202 höggum. Azahara Muñoz deilir 5. sæti með 2 öðrum á samtals 7 undir pari, 203 höggum. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Lorena Ochoa, sem spilar í mótinu, kom í hús á 68 höggum í dag og deilir nú 19. sætinu ásamt 3 öðrum kylfingum. Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 16:30

Evróputúrinn: Grace í forystu fyrir lokahringinn í Skotlandi

Nýliðinn suður-afríski, Branden Grace er í forystu fyrir lokahring Dunhill Links Championship í Skotlandi. Hann er samtals búinn að spila á 20 undir pari, 196 höggum (60 67 69) og á 4 högg á þann sem næstur kemur, Danann Thorbjörn Olesen, sem spilaði hefir á samtals 16 undir pari, 200 höggum (63 69 68). Ernie Els átti ekki nógu stór orð yfir landa sinn.  Hann sagði m.a. eftir 3. hring Grace: „Ég man eftir þegar hann vann  South African Open árið 2007 og hann var topp áhugamaður. Hann hefir alltaf verið gæðakylfingur og spilar á heimsvísu núna.“ Ef Grace sigrar á morgun á Dunhill Links er þetta 4. sigur hans á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 15:30

GK: Bjarni Þór Hannesson ráðinn vallarstjóri

Staða golfvallarstjóra Keilis var auglýst laus til umsóknar nú á dögunum. Alls sóttu 6 aðilar um starfið og fyrir valinu varð Bjarni Þór Hannesson. Bjarni hefir víðtæka reynslu á golfvallarsviðinu. Síðastliðin 3 ár hefir Bjarni starfað,  sem vallarstjóri, hjá Golfklúbbi Grindavíkur með eftirtektarverðum árangri, einnig starfaði Bjarni sem vallarstjóri hjá Leyni, Akranesi árin 2002-2003 á meðan hann stundaði nám við Elmwood College í Skotlandi í golfvallarfræðum. Bjarni er eini Íslendingurinn sem hefur náð sér í M.Sc gráðu í Sports Turf Technology en hann stundað nám við Cranfield háskólann, sem hefur verið leiðandi á því sviði, árið 2010. Bjarni hefur starfað erlendis á Sunningdale golfvellinum í Englandi og einnig Nashawtuc Country Club Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 13:45

Afmæliskylfingur dagsins: Valdís Arnórsdóttir – 6. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Valdís Arnórsdóttir, Valdís fæddist 6. október 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Valdís Arnórsdóttir (40 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Alice Bauer, 6. október 1927 – d. 6. mars 2002 (einn af stofnendum LPGA);  Pam Kometani, 6. október 1964 (48 ára);  Martha Richards, 6. október 1969 (43 ára) ….. og …… Birgir Hermannsson (42 ára) Stjörnuljós Ehf (30 ára) Ásdís Helgadóttir (52 ára) Guðmundur Hilberg Jónsson (43 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 11:50

HM áhugamanna stytt í 54 holu mót vegna veðurs – Íslenska karlalandsliðið í 28. sæti fyrir lokahringinn

„Strákarnir okkar“ Axel, Haraldur Franklín og Rúnar luku 2. hring í morgun en leik var frestað í gær vegna myrkurs, en mótið hafði þar áður verið frestað um 6 tíma vegna veðurs. Haraldur Franklín, GR, spilaði best allra í íslenska liðinu, lauk 2. hring á 1 undir pari, 71 höggi og er búinn að spila á samtals á 3 yfir pari, 146 höggum (75 71) og er sem stendur í 66. sæti fór upp um heil 33 sæti með hringnum glæsilega í gær, sem lauk í morgun. Axel, GK, er búinn að spila best allra í liðinu í heildina tekið er á samtals sléttu pari, 143 (69 74) – ath. Lesa meira