Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Geir Hörður Ágústsson – 5. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Geir Hörður Ágústsson. Geir Hörður fæddist 5. október 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Geir Hörður er í Golfklúbbi Ólafsfjarðar.  Hann tók m.a. þátt í Bændaglímu GÓ, 23. september s.l. með góðum árangri. Geir Hörður á eina dóttur, Sonju.

Mynd af félögum í GÓ í Bændaglímu 2011 – Geir Hörður er 2. frá hægri í aftari röð. Mynd: Í einkaeigu.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Geir Hörður Ágústsson (50 ára – innilega til hamingju!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Laura Davies, 5. október 1963 (49 ára) …. og ……


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is