Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 16:25

Leik frestað vegna myrkurs á HM áhugamanna í Tyrklandi

Íslenska karlalandsliðið í golfi sem skipað er þeim Axel Bóassyni GK, Haraldi Franklín Magnús GR og Rúnari Arnórssyni GK, náði ekki að ljúka leik í dag fyrir myrkur. Vegna veðurs frestaðist ræsing um sex klukkutíma í morgun. Axel var staddur á 18 flöt, Haraldur á 17 flöt og Rúnar á 17 teig þegar leik var frestað vegna myrkurs, þeir munu klára hringinn í fyrramálið.

Haraldur Franklín er búin að spila best allra í liðinu er á 2 undir pari, þegar leik var frestað. Axel og Rúnar voru báðir á 3 yfir pari.

Golf 1 óskar þeim Axel, Haraldi Franklín og Rúnari góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna þegar leik var frestað SMELLIÐ HÉR: