Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2012 | 12:40

Ryder Cup 2012: Peter Hanson óánægður með Olazábal

Í íþróttum, líkt og stjórnmálum er samstaða í Evrópu brothættur hlutur. Aðeins fjórum dögum eftir að álfan sameinaðist í sigri Jose Maria Olazábal í Ryder bikars keppninni í  Medinah, er fyrsta sprungan byrjuð að myndast á ásýnd glaðværðar liðsheildarinnar eftir uppljóstranir Svíans Peter Hanson um spennuna, sem kraumaði undir yfirborðinu, í Chicago.

Hanson fékk aðeins að leika í einum leik á fyrstu tveimur dögum keppninnar, en hann lék ásamt Paul Lawrie  í leik sem þeir töðuðu 5&4 gegn  Bubba Watson og Webb Simpson í fjórbolta föstudagsins, fyrir viku síðan. Hann gerði ráð fyrir að fá að spila aftur á laugardagssíðdeginu og var bitur þegar Olazábal lét hann sitja hjá. Reiðin hafði ekki rénað mikið þegar hann var í blaðaviðtali eftir 1. hring sinn á  Dunhill Links Championship í Carnoustie, í gær.

„Ég kem ekki til með að senda honum  (þ.e. Olazábal) mörg jólakort (í framtíðinni),“ sagði Hanson þurrlega aðspurður um hvað honum fyndist um ákvarðanir Olazábal. „Ryder bikar keppnin skaðaði sjálfsöryggi mitt  svolítið, sérstaklega fyrstu tveir dagarnir.“

„Ég kom þarna fullur sjálfstrausts eftir sigurinn í Hollandi [en hann vann KLM Open nokkrum vikum fyrr]  og ég spilaði vel á æfingahringjunum. Þegar ég fékk ekki að spila meira en 14 holur á fyrstu tveimur dögunum þá fór það illa í mig og ég var mjög svekktur á laugardeginum.“

Hanson fékk aðeins að vita það 20 mínútum fyrir fjórboltaleiki laugardagsins að hann myndi ekki fá að spila. Hann var sjálfsöruggur um að hann myndi fá að taka þátt, hann hafði spilað nokkrar æfingaholur og merkt inn stangarstaðsetningarnar í athugasemdum sínum.

„Það er e.t.v. þess vegna sem ég varð svona reiður,“ sagði hann. „Ég var þegar kominn í leikham. Ég vildi bara fara út þarna og ná í nokkur stig.“

Í staðinn varð hann að fara aftur í búningsherbergið. „Ég tók þessu ekki mjög vel, en ég stóð með sjálfum mér. Ég tók það ekki út á neinum öðrum. Ég bara læsti mig inn í dimmu herbergi og var þar í nokkrar klukkustundir. Ég skemmdi ekki fyrir liðinu og það var aðalatriðið.“

„Maður gleymir þessu ansi fljótt, en að koma í Ryder bikarinn eftir að hafa spilað svo vel og sigrað og undirbúið mig í 6 vikur og síðan fá ekki að spila – það er sársaukafullt í svolítinn tíma. Ég hef ekki talað við Ollie um það eftir þetta. Við höfðum ekki tíma og ég vildi ekki koma fram með þetta meðan við vorum að fagna.“

Hanson, sem átti 35 ára afmæli á fimmtudaginn, tapaði fyrir Jason Dufner í tvímenningi sunnudagsins og hann stakk upp á að hnekkurinn, sem  sjálfsöryggi hans hefði beðið deginum þar áður, hefði átt sinn þátt í ósigrinum.

Hanson, sem spilaði í Ryder bikarnum 2010 í  Celtic Manor sagðist styðja Paul McGinley, aðstoðarfyrirliða undanfarin 2 skipti, sem fyrirliða í keppninni á Gleneagles.

Hanson sagði „Mér finnst Paul standa sig vel í liðsherberginu. Hann veit mikið um Ryder bikars keppnina og honum finnst gaman að aðstoða leikemennina; ég held að hann myndi verða frábær fyrirliði.“

McGinley neitaði að ræða um þennan möguleika. „Það væri ekki rétt af mér að skuldbinda mig eða reyna að koma mér á framfæri með þessum hætti, eða gera neitt í þá átt,“ sagði Dyflinarbúinn (McGinley). „Ég stíg skref afturábak. Ég hef gert mitt og við verðum að bíða og sjá hvað gerist.“

Pádraig Harrington var á allt annarri síðu. „Mér skilst að innanbúðar sé stuðningur við að Darren Clarke verði fyrirliði,” sagði hann.

Heimild: The Daily Telegraph

Lesa má upphaflegu greinina á ensku með því að SMELLA HÉR: