Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2012 | 10:30

Hver er kylfingurinn: Dustin Johnson? (Fyrri grein af 2)

Hvað eiga Dustin Johnson og Hunter Mahan sameiginlegt? Jú, þeir heita báðir Hunter!!!

Dustin Hunter Johnson, oft líka bara nefndur DJ fæddist í Colombía, Suður-Karólínu 22. júní 1984 og er því 28 ára.  Dustin spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Coastal Carolina University. Sem áhugamaður sigraði hann á Monroe Invitational og Northeast Amateur árið 2007 og spilaði í sigurliðum Walker Cup og Palmer Cup árið 2007.

Dustin Johnson er hávaxinn 1,93 og myndarlegur. Hann er yfirleitt ofarlega í kosningum á kynþokkafyllstu karlkylfingum heims, sem ýmsir miðlar standa fyrir á stundum.

Atvinnumennskan

Dustin gerðist atvinnumaður síðla árs 2007 og var þrjú ár í röð (2009-2011) meðal mestu sleggja á PGA Tour, þ.e. meðal högglengstu kylfinga nánar tiltekið með 3. mestu högglengdina. Dustin er jafnframt meðal hávaxnari kylfinga 1,93 metra á hæð Hann hlaut kortið sitt á PGA Tour 2008 með því að verða jafn öðrum í 14. sæti í Q-school PGA í desember 2007.

Þegar nálgaðist lok nýliðaárs hans í október 2008 sigraði Johnson á fyrsta PGA Tour móti sínu þ.e. Turning Stone Resort Championship í  New York. Fjórum mánuðum síðar vann hann 2. mót sitt AT&T Pebble Beach National Pro-Am, sem var stytt í 54 holur vegna mikilla vinda og rigningaveðurs. Johnson átti 4 högg á Mike Weir og 5 högg á þann sem leiddi þegar mótið var hálfnað Retief Goosen. DJ var í 15. sæti á peningalista PGA í lok 2009.

Dustin Johnson

Keppnistímabilið 2010

Í febrúar 2010 fékk Johnson fugl á lokaholuna og sigraði m.a. fyrrum nr. 1 á heimslistanum David Duval og tvöfaldan sigurvegara á PGA Tour        J. B. Holmes og tókst að verja titil sinn á  AT&T Pebble Beach National Pro-Am title.

Hann var á  71-70-66 fyrstu þrjá dagana og átti 3 högga forskot á Graeme McDowell fyrir lokahirnginn á Opna bandaríska 2010. En á lokahringnum á sunnudseginum átti Johnson í vandræðum snemma og jafnaði sig aldrei. Hann átti vonbrigðahring ferils síns upp á 82 högg og lauk keppni T-8 (en G-Mac vann mótið s.s. allir muna).

Á lokahringnum á PGA Championship sama ár, þ.e. 2010 var DJ með 1 höggs forystu þegar hann kom að lokaholunni. Hann virtist hafa náð skolla á holuna sem myndi hafa komið honum í 1. sæti ásamt Bubba Watson og Martin Kaymer. En hann hlaut eftirminnilegt 2 högga víti fyrir að láta kylfu sína snerta sandglompu, (sem reyndar var umdeilt hvor væri sandglompa) en það þýddi lítið að deila við dómarann og Johnson varð í 5. sæti. Kaymer vann síðan umspilið við Watson.

DJ lauk þessu erfiða ári golflega séð fyrir hann með því að sigra á 3. móti FedEx Cup umspilsins, the BMW Championship í Cog Hill í september. Það var 4. sigur Johnson á PGA Tour og fyrsti sigur hans í FedEx Cup umspilinu. Hann lauk keppnistímabilinu 2010, sem var honum svo erfitt, engu að síður í 4. sæti á peningalista PGA Tour.

Heimild: Wikipedia