18 atriði sem eru jákvæð við golf (3. hluti af 6)
Hér á eftir verður haldið áfram með lista David Owen en þar nefnir hann 18 atriði, sem hann finnur golf til ágætis. 7) Golf er íþrótt jafnaðarmennskunnar (vegna forgjafarreglnanna) en jafnframt íþrótt einstaklingshyggjunnar. Það er alveg klárt að þegar einhver vinnur mót þá er hann sigurvegari og sigurinn vannst vegna einstaklingsframtaks hans. Verðlaunin eru umbuninn vegna þess að einstaklingurinn stóð sig vel. Golfið er þó jafnframt þannig vegna forgjafarkerfisins að allir geta spilað við alla, sé áhugi fyrir hendi. Ef Rory McIlroy finndi af einhverjum ástæðum enga til að spila við sig gætum við spilað saman og það orðið spennandi keppni að því gefnu að hann gæfi mér svona 30-35 Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (26. grein af 34): Maria Beautell
María Beautell er sú síðasta af 7 kylfingum sem urðu í 9. sæti í Q-school Evrópumótaraðar kvenna, sem verður kynnt hér. María fæddist í St. Cruz de Tenerife 13. mars 1981 og er því 31 árs. Foreldrar hennar eru Carlos Beautell og Rosa Maria Largo frá Tenerife á Spáni. Sem áhugamaður varð María spænsku meistari í golfi 1998 og átti sæti í spænska kvennalandsliðinu í golfi. Hún tók sem áhugamaður m.a. þátt í British Girls Championship. Á árunum 1999-2002 var María í sama háskóla í Bandaríkjunum og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og spilaði með golfliði Wake Forest. María gerðist atvinnumaður í golfi 1. apríl 2004 (alveg satt 🙂 Hún komst strax Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Óðinn Þór Ríkharðsson – 23. október 2012
Það er Óðinn Þór Ríkharðsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Óðinn Þór er fæddur 23. október 1997 og er því 15 ára í dag!!! Óðinn Þór er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann spilaði með góðum árangri á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni í sumar; aðeins 14 ára og oft yngstur manna í mótum þeirra bestu. Í fyrsta mótinu á Unglingamótaröðinni upp á Skaga, varð Óðinn Þór í 25. sæti, en hann keppti í drengjaflokki (15-16 ára drengja); í 2. mótinu á Þverárvelli varð Óðinn Þór í 2. sæti; á 3. mótinu í Korpunni varð Óðinn Þór í 3. sæti; á 4. mótinu Íslandsmótinu í höggleik varð Óðinn Þór í Lesa meira
Webb Simpson á móti banni á löngum pútterum
Webb Simpson er annar af tveimur risamótssmeisturum þessa árs sem spilar á Bermúda á Grand Slam, sem hefst í dag. Rory McIlroy og Ernie Els komast ekki Rory vegna þess að hann er að spila í öðru móti – Els vegna þess að hann er með tognaðan ökkla. Padraig Harrington og Keegan Bradley keppa í þeirra stað. Simpson sagði í viðtali í gær á Bermúda að hann hefði engar áhyggjur af hugsanlegri reglubreytingu sem myndi banna langa púttera… hann væri byrjaður að æfa með hefðbundnum pútter. Hann sagði þó að það þýddi ekki að hann væri sammála breytingum sem hugsanlega yrðu gerðar og sagði að stærri dræverar hefðu haft mun Lesa meira
Næsta Volvo heimsmeistaramót í holukeppni mun fara fram á „Pebble Beach“ Búlgaríu – myndskeið
Volvo World Match Play Championship mun nú í fyrsta sinn verða haldið í Búlgaríu 2013, nánar tiltekið í norðaustur-hluta landsins, innan um hina fögru og fornu kletta Þrakíu við Svartahaf. Sjá má myndskeið frá golfvellinum, sem hannaður var af Gary Player og nefnist Thracian Cliffs á ensku með því að SMELLA HÉR: Mótið átti sér fast heimili á árunum 1964-2007 á Wentworth vellinum í Englandi en var síðan flutt á Finca Cortesin, í Andaluciu á Spáni, þar sem það var 2008-2012. Nýi mótsstaðurinn nú er Kavarna í Búlagaríu. „Það er frábært að Búlgaría skuli hafa verið valið til að halda svona virt alþjóðlegt mót með ríka arfleifð og íþróttahefð,“ sagði Lesa meira
Evróputúrinn: evrópsku Ryder bikars stjörnurnar hittust aftur fyrir BMW Masters
José María Olazábal fyrirliði Evrópu í Ryder bikarnum hitti alla leikmenn sína nema 1 aftur þegar leikmenn komu saman fyrir BMW Masters, sem hefst í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghai, Kína nú í vikunni. Þarna voru saman komnir þeir Nicolas Colsaerts, Luke Donald, Peter Hanson, Martin Kaymer, Paul Lawrie, Rory McIlroy, Graeme McDowell, Francesco Molinari, Ian Poulter, Justin Rose og Lee Westwood, sem nú munu keppa gegn hver öðrum til þess að reyna að hreppa 1. vinninginn, en vinningspotturinn er upp á $ 7 milljónir (u.þ.b. 840 milljónir íslenskra króna). Það er aðeins Sergio Garcia sem vantar upp á að allir í liðinu séu saman komnir. Ian Poulter sagði um Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla í 16. sæti á Flagler Fall Slam – Ragna Björk og St. Leo Lions í 3. sæti í liðakeppninni
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals, golflið The Queens University of Charlotte og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions hafa báðar lokið 1. hring á the Flagler Fall Slam í St. Augustine, í Flórida. Mótið er tveggja daga og stendur 22.-23. október og því verður lokahringurinn spilaður í dag. Spilaði er í Marsh Creek Country Club. (Smellið á undirstrikuðu orðin til þess að komast á heimasíðu klúbbsins). Þátttakendur eru alls 91 frá 18 háskólum. Íris Katla lék fyrri hringinn á 6 yfir pari, 78 höggum og er í 16. sæti í einstaklingskeppninni. Hún var á 2. besta skori í liði sínu The Royals og taldi Lesa meira
Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series
Þrír íslenskir kylfingar: Alexander Aron Gylfason, GR; Nökkvi Gunnarsson, NK og Þórður Rafn Gissurarson, GR , hefja í dag leik á bandarísku NGA-mótaröðinni. Hér er um sterka atvinnukylfingaröð að ræða, sem margir af bestu kylfingum heims s.s. Bubba Watson og Keegan Bradley hafa keppt í. Þátttakendur eru 81 og fer fyrsta mót mótaraðarinnar fram í Metro West Golf Club í Flórída, dagana 23.-25. október. Alls eru mótin 12, það síðasta fer fram í janúar 2013. Golf 1 óskar þeim Alexander Aron, Nökkva og Þórði Rafni góðs gengis!!! Til þess að sjá þátttakendalistann í mótinu SMELLIÐ HÉR:
10 skrýtnustu sveiflurnar í golfi – myndskeið
„Tveggja hanska“ Tommy Gainey minnti okkur á það með sigri sínum s.l. sunnudag á the McGladrey Classic hvernig gott hjartalag, dirfska og ákveðni geta yfirunnið alla tækni skv. golfkennslubókum. Gainey er dæmi þess að ekki eru allir steyptir í eitt mót þegar kemur að sveiflum í golfi. Hér áður fyrr áður en golfkennslan varð svona vísindaleg eins og hún er orðin í dag; áður en myndbandsupptökur fóru að móta stöðluð grundvallaratriði golfsveiflu, þá voru golfsveiflur litríkari og með persónulegri einkennum en þær eru í dag. En það þýðir ekki að uppreisnarmennirnir með heimatilbúnu sveiflurnar séu ekki þarna úti líka. Þeir eru bara ekki svo margir. Áður en vikið verður að Lesa meira
„You´ve been Trumped“ sýnd á BBC 2 í gær og vekur andstöðu gegn Donald Trump
Heimildarmyndin um bolabrögð Donald Trump við byggingu golfvallar síns í Aberdeenshire í Skotlandi var sýnd í gær á BBC 2. Hún ber heitið „You´ve been Trumped“ (Golf 1 fjallaði um heimildarmyndina fyrir ári síðan sjá með því að SMELLA HÉR:) Talið er að 1,1 milljón manna hafi séð heimildarmyndina, sem er 40% yfir venjulegu áhorfi og hefir hún skapað mikla reiði í garð Trump og umfjöllun á samfélagsmiðlunum. Umfjöllun í breskum dagblöðum um bolabrögð Trump, sem lýst er í myndinni er særandi og gróf í garð billjónamæringsins í The Guardian, meðan Neil Midgeley hjá Telegraph veltir sér mikið upp úr reiði áhorfenda, sem sáu myndina. Myndin er gerð án samráðs Lesa meira








