Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2012 | 09:00

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series

Þrír íslenskir kylfingar: Alexander Aron Gylfason, GR; Nökkvi Gunnarsson, NK og  Þórður Rafn Gissurarson, GR , hefja í dag leik á bandarísku NGA-mótaröðinni.

Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1

Hér er um sterka atvinnukylfingaröð að ræða, sem margir af bestu kylfingum heims s.s. Bubba Watson og Keegan Bradley hafa keppt í.

Þátttakendur eru 81 og fer fyrsta mót mótaraðarinnar fram í Metro West Golf Club í Flórída, dagana 23.-25. október. Alls eru mótin 12, það síðasta fer fram í janúar 2013.

Golf 1 óskar þeim Alexander Aron, Nökkva og Þórði Rafni góðs gengis!!!

Alexander Aron Gylfason, GR.

Til þess að sjá þátttakendalistann í mótinu SMELLIÐ HÉR: