Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2012 | 10:00

Evróputúrinn: evrópsku Ryder bikars stjörnurnar hittust aftur fyrir BMW Masters

José María Olazábal fyrirliði Evrópu í Ryder bikarnum hitti alla leikmenn sína nema 1 aftur þegar leikmenn komu saman fyrir BMW Masters, sem hefst í Lake Malaren golfklúbbnum í Shanghai, Kína nú í vikunni.

Þarna voru saman komnir þeir Nicolas Colsaerts, Luke Donald, Peter Hanson, Martin Kaymer, Paul Lawrie, Rory McIlroy, Graeme McDowell, Francesco Molinari, Ian Poulter, Justin Rose og Lee Westwood, sem nú munu keppa gegn hver öðrum til þess að reyna að hreppa 1. vinninginn, en vinningspotturinn er upp á $ 7 milljónir (u.þ.b. 840 milljónir íslenskra króna).

Það er aðeins Sergio Garcia sem vantar upp á að allir í liðinu séu saman komnir.

Ian Poulter sagði um Ryder bikarinn við þetta tækifæri: „Þetta var allt mjög sérstakt. Ég tel að allir hafi náð vel saman sem lið. Þessi sunnudagur er sögulegur.“

„Allir eru svo stoltir af því hvað gerðist í evrópsku golfi og fyrir hvern og einn liðsmann. Þannig að ná okkur öllum saman aftur, öllum nema einum er frábært!“

Heimild: europeantour.com