Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2012 | 12:00

Webb Simpson á móti banni á löngum pútterum

Webb Simpson er annar af tveimur risamótssmeisturum þessa árs sem spilar á Bermúda á Grand Slam, sem hefst í dag. Rory McIlroy og Ernie Els komast ekki Rory vegna þess að hann er að spila í öðru móti – Els vegna þess að hann er með tognaðan ökkla. Padraig Harrington og Keegan Bradley keppa í þeirra stað.

Simpson sagði í viðtali í gær á Bermúda að hann hefði engar áhyggjur af hugsanlegri reglubreytingu sem myndi banna langa púttera… hann væri byrjaður að æfa með hefðbundnum pútter.

Hann sagði þó að það þýddi ekki að hann væri sammála breytingum sem hugsanlega yrðu gerðar og sagði að stærri dræverar hefðu haft mun meiri áhrif á golfið en maga pútterarnir.

USGA (bandaríska golfsambandið) og Royal & Ancient Golf Club (höfuðstöðvar allra golfreglubreytinga) eru að ræða um hugsanlega breytingar á golfreglunum þannig að langir pútterar verði bannaðir.

Síðustu 3 af 5 risamótssigurvegurum hafa notað langa púttera, Simspon, Els og Bradley.

Simpson og Bradley  eru sem fyrr segir í Port Royal þar sem þeir taka þátt í PGA Grand Slam of Golf, sem er 36 holu golfsýning.

„Ég á mikið af vinum í R&A og USGA. Þetta er ekkert persónulegt og ég veit að þeir eru að reyna að betrumbæta leikinn,“ sagði Simspon. „En mér finnst þetta bara ekki góð ákvörðun (þ.e. að banna langa púttera).“

Heimild: PGA