18 atriði sem eru jákvæð við golf (3. hluti af 6)
Hér á eftir verður haldið áfram með lista David Owen en þar nefnir hann 18 atriði, sem hann finnur golf til ágætis.
7) Golf er íþrótt jafnaðarmennskunnar (vegna forgjafarreglnanna) en jafnframt íþrótt einstaklingshyggjunnar. Það er alveg klárt að þegar einhver vinnur mót þá er hann sigurvegari og sigurinn vannst vegna einstaklingsframtaks hans. Verðlaunin eru umbuninn vegna þess að einstaklingurinn stóð sig vel.
Golfið er þó jafnframt þannig vegna forgjafarkerfisins að allir geta spilað við alla, sé áhugi fyrir hendi. Ef Rory McIlroy finndi af einhverjum ástæðum enga til að spila við sig gætum við spilað saman og það orðið spennandi keppni að því gefnu að hann gæfi mér svona 30-35 högg. 🙂
8) Bestu andartökin eru einfaldlega oft tengd einhverju í golfi. Það eru bjórinn og grillið (hmm hvítvínsglasið eða önnur hressing) á 19. eftir góðan golfhring um hásumar; það eru miðnæturmómentin þegar maður fer út í garð á náttfötunum með pitcharann til að æfa sig; það eru nýjustu græjurnar, sem hægt er að skoða í allskyns tímaritum eða á vefnum, þannig að flestum finnst þeir vera eins og krakkar í dótabúð. Það er sýnin á Amen Corner í sjónvarpinu, í apríl ár hvert, sem gefur til kynna að langur vetur sé að baki og sumarið með öllu sínu golfveldi framundan …. og síðan eru það hrúgurnar af golfbókum og tímaritum sem hægt er að glugga í þegar það er of kalt, og dimmt eða of blautt til að spila.
9) Golf fær fólk til að ferðast og það sem meira er …. gefur ferðalögum tilgang. Golf er gott vegna þess að það fær fólk til þess að ferðast á staði sem það myndi aldrei annars fara til. Það er auðvitað hægt að ferðast til að ferðast en þegar golfið bætist við er kominn aukatilgangur…. aðaltilgangur. Þeir sem ekki eiga beinlínis ættingja eða einhvern vinnutengdan eða annan tilgang til þess að ferðast t.d. til Þingeyrar, fá allt í einu tilgang þegar þá langar til þess að spila Meðaldalsvöll, einn fallegasta golfvöll Íslands, sem einmitt er á Þingeyri. – Skoðið Golf 1 þar er fjölda fallegra golfáfangastaða eins og t.a.m. Foxhill, en GB ferðir og Icelandair bjóða upp á fjölda ferða nú í lok október og byrjun nóvember – spennandi að lengja sumarið …. og komast á nýjan golfvöll eða endurtaka ferðina á frábæran stað. Annar staður sem vert væri að skoða eru Thracian Cliffs í Búlgaríu en þar er Gary Player búinn að leggja yndislegan völl. Kynningin er í grein um að verið sé að flytja Volvo heimsmeistaramótið í golfi þangað Bara þetta tvennt er lítið dæmi af fjöldanum öllum af golfvöllum sem hægt að kynna sér á Golf 1 í dag ….. það eru til alveg grilljón skemmtilegir golfáfangastaðir og sanna kylfinga langar til að prófa þá alla. Prófið t.a.m. að slá inn Golfvellir á Spáni eða Golfvellir í Bandaríkjunum eða Golfvellir í Khazakstan eða Golfvellir í Rússlandi á gráa leitarstreng Golf 1 og þá koma upp hugmyndir um hvert væri gaman að ferðast…. ef ekki eru fjárráð er alltaf hægt að ferðast í huganum fara á heimasíður og spila golfvellina í huganum, með því að skoða skorkortin eða „fljúga yfir “ vellina . E.t.v verður hægt að ferðast þangað síðar með batnandi tíð og blóm í haga.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024