Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 21:30

Tiger hlakkar til að mæta Rory í golfeinvígum næsta áratuginn

Tiger Woods sagði í dag að hann hlakkaði til keppni við  Rory McIlroy næsta áratuginn, en þessir tveir efstu menn á heimslistanum munu m.a. mætast í Kína í næstu viku. Margir líta á hinn 23 ára  McIlroy, sem unnið hefir tvo risamótstitla sem arftaka hins 36 ára Tiger, sem á 14 risamótssigra í beltinu. Síðasti risamótssigur Tiger var á Opna bandaríska 2008 og kom stuttu áður en ferill hans lenti í niðursveiflu í miðjum skandal um einkalíf hans, þar sem hann féll m.a. af topp-50 á heimslistanum. En 3 sigrar á  PGA Tour hafa komið honum í 2. sæti heimslistans á þessu ári. Nú segist Tiger tilbúinn að skora efsta mann heimslistans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 18:30

18 atriði sem eru jákvæð við golf (2. hluti af 6)

Hér verður fram haldið með atriðin 18 sem greinarhöfundurinn David Owen telur að séu jákvæð við golfið.  Listi hans hefir birtst á Golf Digest: 4. Félagsskapurinn.  Það er jafngaman að spila við þá sem maður þekkir og þá sem maður þekkir ekki neitt. Það er svo mikill tími sem fer í einn golfleik að mikill tími gefst til að tala saman… nokkuð sem ekki er t.a.m. hægt í handbolta, tennisleik eða öðrum íþróttum meðan á leik stendur. David segist oft hafa spilað við ókunnuga og þá kynnst jafnfjölbreytilegum hóp og franska fasteignasalanum, sem átti sumarbústað í Marokkó (vegna þess að þar eru að rísa æðislegir golfvellir); gæjann frá Kólombíu sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Reyr Sigurðsson – 22. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Kristinn Reyr Sigurðsson. Kristinn Reyr er fæddur 22. október 1996 og er því 16 ára í dag. Kristinn Reyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann spilaði m.a. á Unglingamótaröð Arion banka í sumar með góðum árangri. Þannig varð Kristinn Reyr í 4. sæti í flokki 15-16 ára drengja á 1. mótinu uppi á Skaga; í 14. sæti á 2. mótinu á Þverárvelli;  í 2. sæti á 3. mótinu í Korpunni; og í 8. sæti í Íslandsmótinu í höggleik, svo dæmi séu tekin) Eins tók Kristinn Reyr þátt í nokkrum mótum Eimskipsmótaraðarinnar þ.e. 1. mótinu í ár í Leirunni þar sem hann hafnaði í 68. sæti og 2. mótinu, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 14:00

PGA: Harrington spilar í stað Els og Bradley í stað McIlroy á Grand Slam

Næsta mót á PGA mótaröðinni er Grand Slam mótið á Bermúda þar sem etja kappi 4 sigurvegarar úr risamótum ársins: Bubba Watson, sigurvegari the Masters og Webb Simpson, sigurvegari Opna bandaríska mæta. Sigurvegarinn í Opna breska 2012, Ernie Els, hefir tilkynnt að hann verði fjarri góðu gamni og í stað hans fær að spila Írinn Pádraig Harrington, tvöfaldur sigurvegari á Opna breska 2007 og 2008. Eins leysir Keegan Bradley, Rory McIlroy , sigurvegara PGA Championship 2012 af hólmi, en Bradley sigraði á PGA Championship 2011.  Rory kemst ekki vegna þess að hann er að verja BMW titil sinn í Shanghai í vikunni. Bara fyrir þátttökuna eru  Pádraig Harrington og Keegan Bradley tryggð £125,000 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 13:00

GSG: Einar S. Guðmundsson og Þór Ríkharðsson sigruðu í 4. Nettó-mótinu

Í gær fór fram í ágætis Sandgerðis-stillu, 4. mótið á Nettó mótaröðinni. Þátttakendur voru um 60 og virtust allir skemmta sér hið besta á góðum Kirkjubólsvelli. Leikformið var punktakeppni með forgjöf og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin og höggleikur án forgjafar og veitt ein verðlaun þar, allt matarúttektir í matvöruversluninni Nettó. Úrslit urðu þau að í punktakeppninni sigraði Einar S. Guðmundsson, GSG,  á 39 punktum; í öðru sæti varð Erlingur Jónsson, GSG á 38 punktum og í 3. sæti varð Þór Ríkharðsson, GSG á 38 punktum, sem ekki tók verðlaun í punktakeppninni þar sem hann var á besta skori dagsins og tók því 1. verðlaun fyrir sigur í höggleik Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Ragna Björk hefja leik á Flagler Fall Slam í Flórída í dag

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals, golflið The Queens University of Charlotte og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions hefja báðar í dag leik á the Flagler Fall Slam í St. Augustine, í Flórida. Mótið er tveggja daga og stendur því 22.-23. október. Spilaði er í  Marsh Creek Country Club. (Smellið á bláletruðu stafina til þess að komast á heimasíðu klúbbsins). Það eru háskólalið eftirfarandi 17 háskóla sem keppa: Queens University of Charlotte, Saint Leo, Carson-Newman, Flagler, Columbus State, Seminole State, Barry University,  Lander, Armstrong Atlantic, Thomas University, Anderson, Catawba, Mount Olive, North Georgia, Eckerd, Tusculum, og West Georgia. Golf 1 óskar Írisi Kötlu og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Tommy Gainey?

Tommy Gainey líka þekktur sem „Tveggja hanska“ Gainey vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour í gær, þ.e. á The McGladrey Classic mótinu eftir glæsihring upp á 60 högg, sem jafnframt er vallarmet á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgíu-ríki.  Viðurnefnið „Tveggja hanska Gainey“ fékk hann vegna þess að hann er alltaf með hanska á báðum höndum. Fyrir sigurinn hlýtur Gainey $ 720.000 (sem er u.þ.b. 100 milljónir íslenskra króna). Tommy Gainey fæddist 13. ágúst 1975 í Darlington, Suður-Karólínu og er því 37 ára. Hann gerðist atvinnumaður 1998 og er því búinn að vera að sem slíkur í 14 ár áður en hann vann fyrsta sigur sinn á PGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2012 | 21:30

PGA: Tommy Gainey sigraði á The McGladrey Classic – var á 60 höggum!!!

Það var Tommy Gainey, sem stal sigrinum á The McGladrey Classic á Seaside golfvellinum á Sea, Island Georgiu fyrir skömmu. Hann átti ótrúlega flottan lokahring upp á 60 högg – fékk örn, 8 fugla og 9 pör. Samtals spilaði Gainey á 16 undir pari, 264 höggum (69 67 68 60).  Þetta er fyrsti sigur Gainey á PGA Tour. Aðeins 1 höggi á eftir varð landi Gainey, Bandaríkjamaðurinn David Toms og í 3. sæti varð Jim Furyk enn einu höggi á eftir. Fjórða sætinu deildu síðan Brendon de Jonge frá Zimbabwe, DJ Trahan og Davis Love III, á samtals 12 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á McGladrey Classic Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2012 | 21:00

Viðtalið: Ingvar Hreinsson – GKS

Viðtalið í kvöld er við formann Golfklúbbs Siglufjarðar; Ingvar Hreinsson.  Hann var fyrir misskilning hafður afmæliskylfingur hér á Golf 1, 14. október s.l. en þann dag átti Ingvar brúðkaupsafmæli en ekki afmæli! Hann fékk  óvenjumargar hamingjuóskir á brúðkaupsafmælisdaginn og biðst Golf 1 afsökunar, jafnframt því sem Ingvar verður svo sannarlega afmæliskylfingur hér á Golf 1 á réttum afmælisdegi sínum 28. september 2013. En hér fer viðtalið við formann Golfklúbbs Siglufjarðar: Fullt nafn: Ingvar Kristinn Hreinsson. Klúbbur: Golfklúbbur Siglufjarðar (GKS). Hvar og hvenær fæddistu? Siglufirði, 28. september 1961. Hvar ertu alinn upp?  Á Siglufirði. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er giftur, á fjögur börn og 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2012 | 19:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk leik á US Collegiate Championship á 68 glæsihöggum!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU spilaði nú um helgina í US Collegiate Championship í The Golf Club of Georgia, í Alpharetta í Georgíu- ríki. Mótið stóð dagana 19.-21. október og lýkur í dag.  Þátttakendur voru 79 frá 15 háskólum. Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (80 72 68) og er sem stendur í 20. sæti í einstaklingskeppninni, en nokkrir eiga eftir að ljúka keppni, þannig að sætisröðin getur enn raskast.  Það sem er hins vegar ljóst er að Guðmundur Ágúst er búinn að vinna sig upp um meira en 20. sæti en hann var í 51. sæti fyrir lokahringinn.  Guðmundur Ágúst var á 2. besta Lesa meira