Íris Katla Guðmundsdóttir, GR.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2012 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla í 16. sæti á Flagler Fall Slam – Ragna Björk og St. Leo Lions í 3. sæti í liðakeppninni

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals, golflið The Queens University of Charlotte og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions hafa báðar lokið 1. hring á the Flagler Fall Slam í St. Augustine, í Flórida.

Mótið er tveggja daga og stendur  22.-23. október og því verður lokahringurinn spilaður í dag.

Spilaði er í  Marsh Creek Country Club. (Smellið á undirstrikuðu orðin til þess að komast á heimasíðu klúbbsins). Þátttakendur eru alls 91 frá 18 háskólum.

Íris Katla lék fyrri hringinn á 6 yfir pari, 78 höggum og er í 16. sæti í einstaklingskeppninni. Hún var á 2. besta skori í liði sínu The Royals og taldi það því, en The Royals eru í 5. sæti í liðakeppninni.

Rögnu Björk gekk hins vegar ekki vel. Hún spilaði á 11 yfir pari, 83 höggum  og deilir 48. sætinu. Hún var á 5. besta skorinu í liði sínu fyrri hringinn og taldi því skor hennar ekki að þessu sinni, en aðeins 4 bestu skorin telja. Lið Rögnu Bjarkar, St. Leo Lions, er engu að síður í 3. sæti í liðakeppninni.

Golf 1 óskar Írisi Kötlu og Rögnu Björk góðs gengis í dag!

Sjá má stöðuna eftir fyrri hring með því að SMELLA HÉR: