Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 18:38

Bandaríska háskólagolfið: Axel í 2. sæti eftir 1. hring á Bridgestone mótinu!!!

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR, hafa nú lokið við að spila 1. hring á Bridgestone Golf Collegiate mótinu, sem fram fer í Greensboro Norður-Karólínu. Axel Bóasson spilaði á glæsilegum 3 undir pari, 67 höggum!!!!! …. og er í 2. sæti á mótinu af 72 keppendum. Axel fékk 7 fugla og 4 skolla á 1. hring. Hann var á besta skori í liði Mississippi State. Glæsilegt hjá Axel!!! Haraldur Franklín kom inn á 2 yfir pari, 74 höggum á 1. hring og er T-32 þ.e. jafn öðrum í 32. sæti og í 4.-5. sæti í liði Mississippi State sem er í 2. sæti í liðakeppninni. Annar hringurinn er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 16:30

GKG hafnaði í 6.-7. sæti á EM klúbbliða – Guðjón Henning spilaði best lokadaginn var á 70 höggum!

GKG lék á einu höggi undir pari í dag og endaði í 6.-7. sæti á EM klúbbliða sem haldið var á Minthis vellinum á Kýpur. Alls tóku 25 klúbblið þátt í mótinu. Samtals léku strákarnir á tveimur höggum undir pari og deildu 6. sætinu ásamt sigurvegurum í fyrra sem komu frá Frakklandi. Líkt og hér heima vinna klúbbar sér inn þátttökurétt eftir sveitakeppnir í sínu landi. Frakkar voru því með tvö lið í mótinu og sigraði lið Frakka frá Golf Club d’Ormesson á 27 höggum undir pari. Alfreð Brynjar stóð sig best okkar manna og lék mjög vel í mótinu, en hann var á 67-70-71, alls 5 höggum undir pari og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 16:15

Afmæliskylfingar dagsins: Anna Jódís og Björgvin Sigurbergsbörn – 27. október 2012

Afmæliskylfingar dagsins eru tvíburarnir frábæru úr Hafnarfirði; Björgvin Sigubergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og golfkennari afrekskylfinga hjá Keili til margra ára og Anna Jódís Sigurbergsdóttir, einn forgjafarlægsti kvenkylfingur landsins. Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969. Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Björgvin Sigurbergsson (43 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Carol Semple, 27. október 1948 (64 ára); Patty Sheehan, 27. október 1956 (56 ára);  Des Terblanche (frá Suður-Afríku) 27. október 1965 (47 ára) ….. og …… Sóley Gyða Jörundsdóttir (52 ára) Helena Árnadóttir (28 years old) Alana Parker Csoka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 15:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín hefja leik á Bridgestone Golf Collegiate í dag

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR sem báðir spila með The Bulldogs, golfliði Mississippi State hefja leik í dag á Bridgestone Golf Collegiate, sem fram fer í Greensboro, Norður-Karólínu. Sjá má umfjöllun um mótið á facebook síðu Mississippi State með því að SMELLA HÉR:  Spilað er á golfvelli Grandover Resort & Conference Center. Þátttakendur eru 72 frá 13 háskólum. Eftir 12 holur er Haraldur Franklín á 1 undir pari og í 9. sæti – Það sama er að segja um Axel hann er á 1 undir pari og í 9. sæti, en er bara búinn að spila 10 holur. Golf 1 óskar Axel og Haraldi Franklín góðs gengis Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 15:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna hefur leik á Palmetto Intercollegiate á morgun

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon háskóla hefja keppni á Palmetto Intercollegiate mótinu í Suður-Karólínu á morgun. Mótið fer fram dagana 28. og 29. október.  Þátttakendur eru um 90 frá 17 háskólum. Golf 1 óskar Sunnu góðs gengis í mótinu! Til þess að fylgjast með Sunnu og gangi mála í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 15:15

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 24. sæti á Landfall Classic eftir 1. dag

Í gær hófst í Country Club of Landfall í Wilmington, Norður-Karólíu Landfall Classic mótið. Í mótinu taka þátt Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest.  Þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Ólafía Þórunn spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum og er í 24. sæti eftir 1. dag. Hún var á 2. besta skori í liði sínu sem er sem stendur í T-7, þ.e. deilir 7. sætið með NC State í liðakeppninni Berglind átti ekki sinn besta dag; lék á 10 yfir pari, 82 höggum og er T-84 þ.e. í einu af neðstu sætunum, en var eftir sem áður á 2. besta skori í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 15:00

PGA: Boo Van Pelt og Robert Garrigus leiða eftir 3. dag í Malasíu – Tiger í 10. sæti – hápunktar og högg 3. dags

Það eru Boo Van Pelt  og Robert Garrigus sem leiða  eftir 3. dag á CIMB Classic á samtals 16 undir pari, hvor; 197 höggum; Van Pelt (70 65 62) og Garrigus (64 64  69).  Boo Van Pelt var á 11 undir pari fyrir lokaholuna og sprakk á limminu fékk skramba; skorkortið 11 fuglar, 6 pör og 1 skrambi! Einu höggi á eftir þeim félögum er Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk og er einn í 3. sæti. Í 4. sæti Brendon de Jonge og Jbe Kruger báðir frá Afríku; Jbe Suður en de Jonge frá Zimbabwe. Báðir voru þeir á samtals 14 undir pari, hvor. Brian Harman er einn í 6. sæti og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 14:44

LPGA: Inbee Park leiðir fyrir lokahringinn á Sunrise mótinu í Taíwan

Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu sem leiðir eftir  3. dag Sunrise LPGA Taíwan Championship, sem fram fer í Yang Mei í Taíwan. Hún er búin að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (65 69 64) og hefir 2 högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi. Suzann er búin að spila á 16 undir pari, 200 höggum (69 65 66) og er 2 höggum á eftir Park. Í 3. sæti er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng, sem er enn öðrum 2 höggum á eftir; búin að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (67 69 66). Catriona Matthew er í 4. sæti á samtals 12 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 11:30

Evróputúrinn: Hanson er enn með nauma forystu eftir 3. dag í Shanghai

Peter Hanson frá Svíþjóð heldur naumri forystu í Lake Malaren í Shanghai fyrir lokahring BMW Masters. Hanson er búinn að spila á 16 undir pari, 200 höggum (66 64 70).  Hann sagði m.a. eftir 3. hringinn: „Vindurinn var á móti sem gerði allt svolítið vandasamara og sumir af pinnunum voru faldir. Það er frábært að spila með Rory. Í hvert sinn sem maður fær tækifæri til að spila við nr. 1 á heimslistanum þá er það frábært. Vonandi næ ég að verða framar en hann en ég held að það verði erfitt á morgun og ég verð að spila svolítið betur en ég gerði í dag.“ Í 2. sæti á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 11:15

LET: Carlota Ciganda leiðir enn eftir 2. dag Suzhou Taihu Ladies Open í Kína

Það er spænska stúlkan og nýliðinn á LET Carlota Ciganda sem er enn í forystu á Suzhou Taihu Ladies Open, sem fram fer á golfvelli Suzhou Taihu International Golf Club í Suzhou, Kína. Carlota er búin að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (65 70). Hún er með 2 högga forystu á þá sem er í 2. sæti hina þýsku Caroline Mason (68 69). Það var vindur og þoka sem var að há stúlkunum í Suzhou en eftir hringinn sagði forystukonan Ciganda m.a.: „Ég er sjálfsörugg og er að spila vel en allt getur gerst á einni holu, bara einu höggi.“ Enn öðru höggi á eftir (Masson) er enska Lesa meira