GSG: Annel og Brynjar Steinn sigruðu í dag á 5. móti Nettó-mótaraðarinnar
Í dag fór fram 5. mót Nettó-mótaraðarinnar á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Þátttakendur voru 44 og luku 41 keppni. Leikformið var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Veitt voru verðlaun fyrir efsta sætið í höggleiknum og 3 efstu sætinu í punktakeppninni. Verðlaun voru í formi veglegrar úttektar hjá Nettó matvöruversluninni. Á besta skorinu í dag voru Annel Jón Þorkelsson, GSG, en hann spilaði á 72 höggum. Reyndar spiluðu klúbbfélagar hans Brynjar Steinn Jónsson og Þór Ríkharðsson líka á 72 höggum, en Annel var á betra skori á seinni 9, 37 höggum meðan Brynjar Steinn og Þór voru á 38 höggum. Í punktakeppninni varð Brynjar Steinn Jónsson, GSG í efsta sæti Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Freyr Pétursson – 28. október 2012
Það er Pétur Freyr Pétursson sem er afmæliskylfingur dagsins. Pétur Freyr er fæddur 28. október 1990 og á því 22 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur og spilar golf með golfliði Nicholls State University í Thibodaux, Louisiana, þ.e. í bandaríska háskólagolfinu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:l Pétur Freyr Pétursson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Na Yeon Choi, 28. október 1987 (25 ára) ….. og …… Klaus Richter (46 ára) Anna Margrét Kristjánsdóttir (22 ára) Guðmundur Steingrímsson (40 ára stórafmæli!!!) Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri GK (37 ára) Gudmundina Ragnarsdottir, GO (54 ára) Maren Rós (31 árs) Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson hefur leik á morgun í Mississippi
Hrafn Guðlaugsson, GSE og golflið Faulkner hákólaans hefja leik á morgun á MGCCC Holiday Inn Fall Invitational í Gulfport, Mississippi. Mótið er tveggja daga frá 29.-30. október og þátt taka lið 10 háskóla. Golf 1 óskar Hrafni góðs gengis! Til þess að fylgjast með gengi Hrafns á mótinu SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Fellibylurinn Sandy olli því að 2 hringir Landfall Classic voru felldir niður – Ólafía Þórunn lauk keppni í 24. sæti
Þann 26. október þ.e. á föstudaginn hófst í Country Club of Landfall í Wilmington, Norður-Karólíu Landfall Classic mótið. Í mótinu tóku þátt Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum. Upphaflega var áætlað að um 3 daga mót yrði að ræða og að lokahringurinn yrði spilaður í dag. Fellibylurinn Sandy kom þó í veg fyrir það og var báðum seinni hringjum mótsins aflýst og úrslit eftir 1. hring látin standa. Þau voru eftirfarandi: Ólafía Þórunn spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum og lauk keppni í 24. sæti. Hún var á 2. besta skori í liði sínu Wake Forest, en Wake Lesa meira
PGA: Nick Watney er sigurvegari CIMB Classic – Tiger lauk leik í 4. sæti – hápunktar og högg 4. dags
Það var Nick Watney sem stóð uppi, e.t.v. nokkuð óvænt, sem sigurvegari CIMB Classic á The Mines Resort & Golf Club í Kuala Lumpur, í Malasíu. Hann átti ótrúlegan lokahring upp á 61 högg!!!! …. þar sem hann fékk 11 fugla, 6 pör og 1 skolla á 18. holu, en sú 18. virðist reyndist kylfingunum í mótinu býsna erfið. Segja má með nokkrum sanni að Nick hafi verið að líta á 59 högg því ef hann hefði náð fugli í stað skolla á 18. hefði sú orðið raunin! Watney bætti vallarmet sem Boo Van Pelt setti í gær um 1 högg – (en Van Pelt fékk einmitt skramba á 18 Lesa meira
LPGA: Suzann Pettersen sigraði á Sunrise LPGA Taíwan Championship
Það var norska frænka okkar, Suzann Pettersen, sem stóð uppi sem sigurvegari í Tayouan, Yang Mei, Taíwan á Sunrise LPGA Taíwan Championship mótinu. Þetta er 2. sigur hennar í röð á LPGA en hún sigraði aðeins fyrir viku síðan á Hanabank Championship í Incheon í Suður-Kóreu. Með þessu er hún 6. leikmaður LPGA á þessu 2012 keppnistímabili til þess að sigra í fleirum en 1 móti keppnistímabilsins og hún er aðeins ein af 3 kvenkylfingum LPGA til þess að sigra tvö mót í röð: hinum sem það tókst í ár eru Yani Tseng sem sigraði á RR Donnelley LPGA Founders Cup og síðan the Kia Classic viku eftir viku í mars nú Lesa meira
Evróputúrinn: Peter Hanson sigraði í Shanghai
Hinn 35 ára Peter Hanson frá Svíþjóð stóðst frábæra síðbúna atlögu frá Rory McIlroy og vann stærsta sigur sinn á ferlinum á BMW Masters í Shanghai, Kína nú fyrr í morgun. Hanson lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (66 64 70 67) en Rory var á samtals 20 undir pari 268 höggum (67 65 69 67). Fyrir sigurinn hlaut Hanson tékka upp á € 888,561 (u.þ.b. 146 milljónir íslenskra króna). Luke Donald og Ian Poulter, enn aðrir í Ryder Cup liði Evrópu urðu í 3. og 4. sæti; Luke Donald á samtals 17 undir pari og Poults á 16 undir pari. Hanson vann nr. 1 á heimslistanum með 1 höggi eftir að báðir Lesa meira
LET: Carlota Ciganda sigraði í Kína
Hin 22 ára Carlota Ciganda frá Spáni, sem er nýliði á Evrópumótaröð kvenna, vann nú í morgun 2. titil sinn á LET á Suzhou Taihu Ladies Open í Suhou í Kína. Hún kom í hús í morgun á nýju vallarmeti 64 höggum í Suzhou Taihu International Golf Club; missti hvergi högg, spilaði skollalaust fékk 10 pör og 8 fugla en fuglana dreifði hún jafnt 4 á fyrri 9 og 4 á seinni 9. Samtals spilaði Carlota á 17 undir pari 199 höggum (65 70 64) og átti 7 högg á Caroline Masson, sem varð í 2. sæti. Sautján undir par er nýtt met í 54 holu mótinu, einu höggi betra Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel í 1. sæti eftir 2. hring á Bridgestone – var á 67 glæsihöggum!!!
Axel Bóasson, GK, lék glæsilega á 2. hring Bridgestone Golf Collegiate mótsins, sem fram fer í Grandover Resort & Conference Center í Greensboro, Norður-Karólínu nú um helgina. Þátttakendur eru 72 frá 13 háskólum. Axel spilaði á 5 undir pari, 67 höggum; fékk 7 fugla, 9 pör og 2 skolla. Samtals er Axel búinn að spila á 8 undir pari, 136 höggum (69 67). Hann er í efsta sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun og þ.a.l. einnig á besta skori í liði The Bulldogs, þ.e. golfliðs Mississippi State!!! Axel er með 2 högga forystu á þann sem næstur kemur Chris Robb frá Chattanooga háskólanum. Glæsilegur árangur hjá Axel!!! Haraldur Franklín, Lesa meira
Ólafur Björn komst ekki á 2. stig PGA úrtökumótsins – spilaði lokahringinn á 71
Ólafur Björn Loftsson, NK, tók þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour í Florence, Suður-Karólínu. (Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:) Ólafur Björn spilaði samtals á 10 yfir pari, 290 höggum (74 71 74 71). Aðeins 17 efstu og þeir sem voru jafnir í 17. sætinu komust áfram á 2. stig úrtökumótsins. Því miður komst Ólafur Björn ekki á 2. stig úrtökumótsins en hann hafnaði í 55. sæti. Niðurskurður var miðaður við samtals 3 undir pari og Ólafur Björn því 13 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurð. Í efsta sæti varð Jonathan Hodge frá Tennessee á samtals 9 undir pari. Ýmsir þekktir kylfingar tóku auk Ólafs Björns Lesa meira








