Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 11:30

Evróputúrinn: Hanson er enn með nauma forystu eftir 3. dag í Shanghai

Peter Hanson frá Svíþjóð heldur naumri forystu í Lake Malaren í Shanghai fyrir lokahring BMW Masters.

Hanson er búinn að spila á 16 undir pari, 200 höggum (66 64 70).  Hann sagði m.a. eftir 3. hringinn: „Vindurinn var á móti sem gerði allt svolítið vandasamara og sumir af pinnunum voru faldir. Það er frábært að spila með Rory. Í hvert sinn sem maður fær tækifæri til að spila við nr. 1 á heimslistanum þá er það frábært. Vonandi næ ég að verða framar en hann en ég held að það verði erfitt á morgun og ég verð að spila svolítið betur en ég gerði í dag.“

Í 2. sæti á hælunum á Hanson er nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, aðeins 1 höggi á eftir á 201 höggi samtals (67 65 69).

Í 3. sæti er síðan George Coetzee frá Suður-Afríku á samatals 203 höggum (69 68 66).

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring BMW Masters í Shanghai SMELLIÐ HÉR: