Rick Jensen: Greg Norman „fór ekki í kerfið“ á the Masters 1996
Hér á eftir fer ágætis grein James Achenbach hjá Golfweek í mjög lauslegri íslenskri þýðingu. Það sem er til umfjöllunar er það sem gerðist fyrir meira en 16 árum nánar tiltekið 14. apríl 1996 þegar ástralski kylfingurinn Greg Norman var með 6 högga forystu fyrir lokahringinn á the Masters risamótinu; þ.e. var á samtals 13 undir pari (63 69 71) en lauk mótinu með hring upp á 78 högg og var á samtals 7 undir pari, 281 höggi og varð í 2. sæti á eftir Sir Nick Faldo, sem lauk keppni á samtals 12 undir pari, 276 höggum (69 67 73 67) og vann þar með upp 7 högg þegar sigurinn blasti við Lesa meira
Golfgrín á föstudegi
1) Hjónin spila saman golf. Hann er sífellt að finna að höggum hennar. Og allt í einu ….. á par-3 holunni … fær hún ÁS …. Holu í höggi!!! Hún snýr sér við í von um að fá hrós. Hann: „Ef þú slærð svona lærirðu aldrei að pútta!!!“ 2) Tvær konur spjalla saman á 19. holunni í Golfklúbbnum. „Hefurðu heyrt þetta um Veróníku?“ sagði ein. „Nei, hvað er með hana?“ „Hún á að hafa myrt mann sinn og hún er nú í gæsluvarðhaldi.“ „Í alvöru? Hvernig fór hún að því?“ „Með golfkylfu!“ „Áhugavert! Hvað þurfti hún að slá mörg högg?“ 3) Jói talar við boltann sinn, tekur mikla aftursveiflu en Lesa meira
Ólafur Björn spilaði á 74 höggum á 3. degi í Florence
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour í Florence, Suður-Karólínu. (Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:) Ólafur Björn var á 74 höggum á 3. degi mótsins og er sem stendur í einu af neðstu sætunum. Samtals er Ólafur Björn búinn að spila á 9 yfir pari, 219 höggum (74 71 74). Aðeins 17 efstu og þeir sem eru jafnir í 17. sætinu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins. Ljóst er því að Ólafur Björn kemst því miður ekki á 2. stig úrtökumótsins. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á úrtökumótinu í Florence SMELLIÐ HÉR:
GKG í 8.-9. sæti á EM klúbbliða eftir 2. dag
GKG er í 8.-9. sæti eftir tvo keppnisdaga af þremur á EM klúbbliða sem fer fram á Kýpur. Liðið er samtals á einu höggi undir pari, en Frakkar eru efstir í mótinu á 24 höggum undir pari. Alfreð Brynjar Kristinsson lék á 70 höggum í dag og er á 5 höggum undir pari í heildina og í 6. sæti í einstaklingskeppninni. Kjartan Dór Kjartansson lék á 74 höggum í dag en Guðjón Henning Hilmarsson taldi ekki í dag, en hann var á 77 höggum. Mótinu lýkur á morgun. Golf 1 óskar þeim Alfreð Brynjar, Guðjón Henning og Kjartani Dór góðs gengis á morgun! Sjá má stöðuna á European Men´s Club Lesa meira
G-Mac leggur til að Olympíugolfnefndin taki ákvörðun um hvort hann og Rory spili fyrir England eða Írland
Graeme McDowell var með nokkuð óvenjulega uppástungu í viðtali sem tekið var við hann fyrir BMW Masters. Varðandi það fyrir hvaða þjóð hann og Rory McIlroy ættu að keppa á Ólympíuleikunum 2016 sagði hann eftirfarandi: „Við erum í sérstakri stöðu á Norður-Írlandi, þannig að við erum með einn fót í báðum liðum. Ég held að það myndi vera miklu auðveldara ef einhver tæki ákörðunina fyrir okkur. Olympíugolfnefndin ætti að hafa milligöngu og taka ákvörðun um með hvoru liðinu við spilum Írlandi eða Bretlandi.“ Conor Nagle golffréttapenna hjá WUP finnst hugmynd G-Mac fáránleg því hann segir engan geta tekið ákvörðun um þjóðerni fyrir einhvern annan; það verði hver að gera upp Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Skarphéðinsson – 26. október 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Davíð Skarphéðinsson. Davíð er fæddur 26. nóvember 1987 og á því 25 ára stórafmæli!!! Hann er í Golfklúbbnum Keili. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Davíð Skarphéðinsson (25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Bucek, f. 26. október 1961 (51 árs); David Miley f. 26. október 1966 (46 ára) Melodie Bourdy,(nýliði á LET) 26. október 1986 (26 ára) ….. og ….. Helga Jóhannsdóttir; GK (49 ára) Elísabet Sigurbjarnadóttir (47 ára) Anton Ingi Þorsteinsson; GA (37 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
LET: Carlota Ciganda leiðir á Suzhou Taihu Ladies Open eftir 1. dag
Það er spænska stúlkan Carlota Ciganda, sem tekið hefir forystuna í Suzhou Taihu Ladies Open í Kína á 1. degi. Carlota kom inn á glæsilegum 7 undir pari, 65 höggum. Hún tapaði hvergi höggi fékk 7 fugla og 10 pör. Þetta er í fyrsta skipti sem 22 ára nýliðinn á LET, Carlota Ciganda spilar í Kína. Carlota sagði m.a. eftir hringinn: „Ég spilaði mjög traust golf af teig og átti góð aðhögg á flatirnar. Ég hugsa að lykillinn hafi verið púttin því ég var að pútta vel.“ Í 2. sæti aðeins 1 höggu á eftir er landa hennar Tania Elosegui, þ.e. á 6 undir pari, 66 höggum. Enska stúkan Florentyna Parker Lesa meira
PGA: Robert Garrigus leiðir í Malasíu eftir 2. dag – Tiger í 5. sæti – hápunktar og högg 2. dags
Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus leiðir á CIMB Classic mótinu í Malasíu þegar það er hálfnað. Hann er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 128 höggum (64 64) og hefir 2 högg forystu á Jbe Kruger frá Suður-Afríku. Ástralinn Greg Chalmers og forystumaður gærdagsins Bandaríkjamaðurinn Troy Matteson deila 3. sætinu á samtals 10 undir pari. Tiger Woods, Brendon de Jonge frá Zimbabwe og Kevin Na, sem frægur er fyrir að ætla aldrei að koma sér að því að slá af teig deila 5. sætinu á samtals 9 undir pari, 5 höggum á eftir forystumanninum. Til þess að sjá stöðuna þegar CIMB Classic er hálfnað SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá Lesa meira
LPGA: Suzann Pettersen og Inbee Park efstar og jafnar í Taíwan þegar Sunrise mótið er hálfnað
Norska frænka okkar Suzann Pettersen og Inbee Park frá Suður-Kóreu eru efsta og jafnar þegar Sunrise LPGA Taíwan Championship er hálfnað í Yang Mei í Taíwan. Báðar eru þær búnar að spila á 10 undir pari, 134 höggum hvor; Pettersen (69 65) og Park (65 69). Suzann átti glæsihring í dag upp á 7 undir pari, þar sem hún fékk 7 fugla og 10 pör og tapaði þ.a.l. hvergi höggi. Þetta var hringurinn sem Park átti í gær en í dag gekk verr hún fékk 5 fugla og 2 skolla og þ.a.l. jafnaði komst Pettersen upp við hlið hennar. Þriðja sætinu deila tvær góðar Yani Tseng nr. 1 á Rolex-heimslista Lesa meira
Evróputúrinn: Peter Hanson leiðir þegar BMW Masters er hálfnað
Það er Svíinn Peter Hanson, sem leiðir þegar BMW Masters er hálfnað. Hanson er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (66 64) og var aðeins 2 höggum frá því að jafna vallarmetið í dag. Í 2. sæti er nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, 2 höggum á eftir Hanson, á samtals 12 undir pari, 132 höggum (67 65). Svíinn Robert Karlson er nú loks aftur kominn í sitt gamla form eftir fremur dapurt gengi undanfarið en hann er í 3. sæti, á samtals 9 undir pari. Fjórða sætinu deila 4 kylfingar: Jamie Donaldsson, sem setti vallarmet í gær 62 högg en átti afleitan hring upp á Lesa meira









