Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 15:00

PGA: Boo Van Pelt og Robert Garrigus leiða eftir 3. dag í Malasíu – Tiger í 10. sæti – hápunktar og högg 3. dags

Það eru Boo Van Pelt  og Robert Garrigus sem leiða  eftir 3. dag á CIMB Classic á samtals 16 undir pari, hvor; 197 höggum; Van Pelt (70 65 62) og Garrigus (64 64  69).  Boo Van Pelt var á 11 undir pari fyrir lokaholuna og sprakk á limminu fékk skramba; skorkortið 11 fuglar, 6 pör og 1 skrambi!

Einu höggi á eftir þeim félögum er Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk og er einn í 3. sæti.

Í 4. sæti Brendon de Jonge og Jbe Kruger báðir frá Afríku; Jbe Suður en de Jonge frá Zimbabwe. Báðir voru þeir á samtals 14 undir pari, hvor.

Brian Harman er einn í 6. sæti og 7. sætinu deila Tom Gillis; Nick Watney og Greg Chalmers.

Í 10. sæti er loks komið að Tiger Woods en því sæti deilir hann með 4 öðrum kylfingum; sem allir eru á samtals 11 undir pari; 5 höggum á eftir forystumönnunum tveimur.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag CIMB CLASSIC SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á CIMB CLASSIC SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg dagsins á 3. degi CIMB CLASSIC, sem Jeff Overton átti SMELLIÐ HÉR: