
LET: Carlota Ciganda leiðir enn eftir 2. dag Suzhou Taihu Ladies Open í Kína
Það er spænska stúlkan og nýliðinn á LET Carlota Ciganda sem er enn í forystu á Suzhou Taihu Ladies Open, sem fram fer á golfvelli Suzhou Taihu International Golf Club í Suzhou, Kína.
Carlota er búin að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (65 70). Hún er með 2 högga forystu á þá sem er í 2. sæti hina þýsku Caroline Mason (68 69).
Það var vindur og þoka sem var að há stúlkunum í Suzhou en eftir hringinn sagði forystukonan Ciganda m.a.: „Ég er sjálfsörugg og er að spila vel en allt getur gerst á einni holu, bara einu höggi.“
Enn öðru höggi á eftir (Masson) er enska stúlkan Felicity Johnson á samtals 138 höggum (71 67).
Fjórða sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. nokkur óþekkt nöfn eins og bandaríska stúlkan Walailak Satarak og Tao Li Yang frá Kína, en auk þess Tania Elosegui frá Spáni og Samantha Richdale frá Kanada. Samtals eru þær allar búnar að spila á 4 undir pari, 140 höggum og eru 5 höggum á eftir forystukonunni Carlotu Ciganda. Spurning hvort henni takist að krækja sér í fyrsta sigur sinn á LET á morgun?
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Suzhou Taihu Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024