Guðjón Henning Hilmarsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 16:30

GKG hafnaði í 6.-7. sæti á EM klúbbliða – Guðjón Henning spilaði best lokadaginn var á 70 höggum!

GKG lék á einu höggi undir pari í dag og endaði í 6.-7. sæti á EM klúbbliða sem haldið var á Minthis vellinum á Kýpur. Alls tóku 25 klúbblið þátt í mótinu. Samtals léku strákarnir á tveimur höggum undir pari og deildu 6. sætinu ásamt sigurvegurum í fyrra sem komu frá Frakklandi. Líkt og hér heima vinna klúbbar sér inn þátttökurétt eftir sveitakeppnir í sínu landi. Frakkar voru því með tvö lið í mótinu og sigraði lið Frakka frá Golf Club d’Ormesson á 27 höggum undir pari.

Alfreð Brynjar stóð sig best okkar manna og lék mjög vel í mótinu, en hann var á 67-70-71, alls 5 höggum undir pari og hafnaði í 8. sæti í einstaklingskeppninni. Guðjón Henning lék á 72-77-70 og endaði í 30. sæti á 6 höggum yfir pari. Kjartan Dór lék á 79-74-78 og hafnaði í 59. sæti á 18 höggum yfir pari.

Golf1 óskar strákunum í GKG til hamingju með árangurinn, sem er með þeim betri sem náðst hefur í þessu sterka móti, en GR náði 2. sæti á sínum tíma og Keilir 3. sæti. Úlfar Jónsson sigraði í einstaklingskeppninni árið 1989.

Hægt er að skoða lokastöðuna með því að SMELLA HÉR:

Urslit EM_klubba_2012

Heimild: GKG