Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 14:44

LPGA: Inbee Park leiðir fyrir lokahringinn á Sunrise mótinu í Taíwan

Það er Inbee Park frá Suður-Kóreu sem leiðir eftir  3. dag Sunrise LPGA Taíwan Championship, sem fram fer í Yang Mei í Taíwan.

Hún er búin að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (65 69 64) og hefir 2 högga forystu á Suzann Pettersen frá Noregi.

Suzann er búin að spila á 16 undir pari, 200 höggum (69 65 66) og er 2 höggum á eftir Park.

Í 3. sæti er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng, sem er enn öðrum 2 höggum á eftir; búin að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (67 69 66).

Catriona Matthew er í 4. sæti á samtals 12 undir pari; Cristie Kerr er í 5. sæti á samtals 10 undir pari og 3 kylfingar eru í 6. sæti á samtals 9 undir pari hver: Na Yeon Choi; Julieta Granada og Belen Mozo.

Til þess að sjá stöðuna á Sunrise LPGA Taíwan Championship fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun SMELLIÐ HÉR: