Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 18:38

Bandaríska háskólagolfið: Axel í 2. sæti eftir 1. hring á Bridgestone mótinu!!!

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR, hafa nú lokið við að spila 1. hring á Bridgestone Golf Collegiate mótinu, sem fram fer í Greensboro Norður-Karólínu.

Axel Bóasson spilaði á glæsilegum 3 undir pari, 67 höggum!!!!! …. og er í 2. sæti á mótinu af 72 keppendum. Axel fékk 7 fugla og 4 skolla á 1. hring. Hann var á besta skori í liði Mississippi State. Glæsilegt hjá Axel!!!

Haraldur Franklín kom inn á 2 yfir pari, 74 höggum á 1. hring og er T-32 þ.e. jafn öðrum í 32. sæti og í 4.-5. sæti í liði Mississippi State sem er í 2. sæti í liðakeppninni.

Annar hringurinn er hafinn, en spilaðir eru 2 hringir í dag.

Golf 1 óskar Axel og Haraldi Franklín góðs gengis!!!

Til þess að fylgjast með þeim Axel og Haraldi Franklín SMELLIÐ HÉR: