Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2012 | 15:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Haraldur Franklín hefja leik á Bridgestone Golf Collegiate í dag

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR sem báðir spila með The Bulldogs, golfliði Mississippi State hefja leik í dag á Bridgestone Golf Collegiate, sem fram fer í Greensboro, Norður-Karólínu.

Sjá má umfjöllun um mótið á facebook síðu Mississippi State með því að SMELLA HÉR: 

Spilað er á golfvelli Grandover Resort & Conference Center. Þátttakendur eru 72 frá 13 háskólum.

Eftir 12 holur er Haraldur Franklín á 1 undir pari og í 9. sæti – Það sama er að segja um Axel hann er á 1 undir pari og í 9. sæti, en er bara búinn að spila 10 holur.

Golf 1 óskar Axel og Haraldi Franklín góðs gengis á mótinu!

Til þess að fylgjast með stöðunni á mótinu og gengi Axels og Haraldar Franklín SMELLIÐ HÉR: