Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 14:55

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (27. grein af 34): Jessica Yadloczky

Tvær stúlkur deildu 7. sætinu í Q-school LET á La Manga fyrr á árinu; það eru þær Jessica Yadloczky frá Bandaríkjunum og Celine Palomar, frá Frakklandi. Byrjað verður á að kynna Jessicu í dag. Jessica Yadloczky fæddist 4. október 1988 í Casselberry, Flórída.  Jessica byrjaði að spila golf 8 ára og hún segir foreldra sína hafi haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Hún var í refsiréttarfræði (ens. Criminology) í University of Florida og átti mjög farsælan feril í bandaríska háskólagolfinu. Jessica var hluti af  East Canon Cup Team, árið 2005.  Hún varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni í the Florida High School State Championships (2005, 2006). Árið 2006 varð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 14:15

GÓ: „Góðri vertíð Golfklúbbs Ólafsfjarðar er að ljúka“ eftir Rósu Jónsdóttur, formann GÓ

Hér á eftir fer grein Rósu Jónsdóttur, formanns Golfklúbbs Ólafsfjarðar um starfsemi GÓ sumarið 2012: Veðurfar var almennt gott í sumar, sem gaf kylfingum gott tækifæri til að stunda íþróttina.  September var þó undantekning, með mikilli rigningu og vindi. Ferðamönnum á Skeggjabrekkuvöll hefur farið fjölgandi sl. tvö ár eða frá því að Héðinsfjarðargöng opnuðu. Sumarið hófst með því að boðið var upp á byrjendanámskeið og var þátttaka með ágætum. Boðið var upp á æfingar hjá börnum og unglingum þrisvar í viku og stóðu þr yfir frá nóvember (inniæfingar yfir vetrarmánuðina) og út september. Kennari var Heiðar Davíð Bragason PGA og leiðbeinandinn Sigurbjörn Þorgeirsson. Ýmislegt hefur verið í boði til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 10:45

Sérstaklega á Hrekkjarvöku: Hræðilegustu golfholur heims – myndasería

Í dag er Hrekkjarvaka (ens. Halloween) og af því tilefni hafa þeir á Golf Magic tekið saman í máli og myndum lista yfir 7 hræðilegustu golfholur heims. Til þess að sjá lista Golf Magic yfir þær golfholur sem kylfingar hræðast mest  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 10:15

Styrktaraðilar gagnrýna fjarveru Tiger og Rory í HSBC heimsmótinu

WGC-HSBC Champions mótið hefst á Mission Hills golfvellinum í Shenzhen, Kína á morgun. Helstu styrktaraðilar mótsins hafa gagnrýnt fjarveru Tiger Woods og Rory McIlroy. Nr. 1 og 2 á heimslistanum ákváðu að sleppa því að spila í Mission Hills Golf Club í þessari viku þó þeir hafi spilað sýningarhring í Zhengzhou s.l. mánudag. McIlroy fór í kjölfarið til Búlgaríu til að fylgjast með kærestu sinni Caroline Wozniacki keppa í tennis, meðan Woods er í Singapore að sinna viðskiptum. Styrktaraðilar mótsins (HSBC) eru langt frá því ánægðir að tvær aðalstjörnurnar spili ekki í mótinu, sbr.: „Að einu leyti erum við ánægðir vegna þess að við erum með sterkan leikmannahóp sem þátt tekur en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 22:15

Bandaríska háskólagolfið: Sigurður Gunnar lauk leik í 17. sæti og Hrafn í 27. sæti í Mississippi

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK,  sem báðir spila með  golfliði Faulkner háskóla luku leik á MGCCC Holiday Inn Fall Invitational í Gulfport, Mississippi í dag. Mótið var tveggja daga frá 29.-30. október og voru þátttakendur 57 frá 11 háskólum. Sigurður Gunnar lék á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (85 70) og hafnaði í 17. sæti Hrafn lék samtals á 14 yfir pari (84 74) og hafnaði í 27. sæti. Golflið Faulkner háskólans sem þeir Hrafn og Sigurður Gunnar spila fyrir varð í 2. sæti í liðakeppninni – Sigurður Gunnar var á 4. besta skori í liði Faulkner og taldi skor hans en skor Hrafns Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 19:50

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State luku leik í 10. sæti á Alamo Inv.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL  og golflið Texas State luku í dag keppni á the Alamo Invitational á Briggs Ranch golfvellinum í San Antonio, Texas. Þetta var þriggja daga mót, sem stóð dagana 28.-30. október og þátttakendur voru 78 frá 15 háskólum. Valdís Þóra  spilaði á samtals 10 yfir pari, 226 höggum (73 80 73). Hún bætti sig um heil 7 högg frá deginum áður og fór úr 49. sætinu í 45. sætið í einstaklingskeppninni. Valdís Þóra var á 3. besta skori liðs síns og taldi það því. Texas State lið Valdísar Þóru lauk keppni í 1o. sætinu í liðakeppninni. Næsta mót Valdísar Þóru er á vorönn þann 4. febrúar 2013 þ.e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 19:00

NGA: Þórður Rafn lék á 74 – Alexander á 80 höggum á 1. degi á Stoneybrook

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék best af Íslendingunum tveimur, sem þátt taka á 2. móti   NGA Pro Tour – Bridgestone Winter Series, sem hófst í dag á golfvelli Stoneybrook golfklúbbsins í Flórída. Mótið stendur dagana 30. október – 1. nóvember og þátttakendur eru 57. Þórður Rafn lék 1. hring á 4 yfir pari 76 höggum og deilir sem stendur 22. sæti ásamt 8 öðrum kylfingum. Aðeins munar 1 höggi að Þórður Rafn komist í gegnum niðurskurð en niðurskurðarlínan er sem stendur miðuð við +3 yfir pari. Alexander Aron Gylfason, GR,  var á 8 yfir pari, 80 höggum og er í 46. sæti ásamt 2 öðrum kylfingum. Golf 1 óskar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 9. sæti eftir 1. dag SFA Crown Classic

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State, Geaux Colonels taka dagana 29.-30. október þátt í SFA Crown Classic mótinu, sem fram fer í Lufkin, Texas. Þátttakendur eru 44 frá 8 háskólum. Andri Þór er í 9. sæti eftir fyrri daginn, en hann kom í hús á samtals 151 höggum (78 73). Hann er á besta skori Nicholls State. Á heimasíðu Nicholls State voru menn að vonum ánægðir með frammistöðu Andra Þórs (sbr. að talað er um „quality score“ hans s.s. sjá má með því að SMELLA HÉR:  Golf 1 óskar Andra Þór góðs gengis í dag en þá er leikinn lokahringur mótsins! Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mayumi Hirase – 30. október 2012

Afmæliskylfingur dagsins er  Mayumi Hirase frá Japan (jap: 平瀬真由美). Hún fæddist í dag fyrir 43 árum, þ.e. 30. október 1969, í Kumamoto, í Japan.  Mayumi er atvinnumaður í golfi, sem m.a. hefir sigrað 18 sinnum á japanska LPGA. Sigra sína í Japan vann hún á árunum 1989-2000. Mayumi hefir jafnframt sigrað 1 sinni á bandaríska LPGA; það var 1996 á Toray Japan Queens Cup. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Samskipti Ehf Guðjón Smári Guðmundsson (51 árs) Sesselja Björnsdóttir (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 14:00

Hvirfilvindur olli skemmdum á Yalong Bay golfvellinum í Kína

Það eru fleiri hvirfilvindar, sem eru að valda usla en hvirfilvindurinn Sandy í Bandaríkjunum. Sterkur hvirfilvindur sem að meðaltali náði 130 km hraða á klst. hvirfilvindaðist yfir Yalong Bay golfklúbbinn í Sanya, Kína þar sem Sanya Ladies Open á að hefjast á föstudaginn. Verðlaunapotturinn er með þeim veglegri í kvennagolfinu eða € 250.000,- Hvirfilvindurinn olli miklum skemmdum á trjám, en 150 tré á vellinum rifnuðu upp með rótum og eins skemmdust allskyns merki og merkingar. Völlurinn er bara með allt annan karakter. Tvö vagnhlöss af kókoshnetum voru fjarlægð og kókoshnetupálmatrjám var komið í burtu af vellinum. Unnið var myrkranna á milli að hreingerningarstörfum undir handleiðslu Shane Templeton sem hefir yfirstjórnina. Lesa meira