Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2012 | 22:15

Bandaríska háskólagolfið: Sigurður Gunnar lauk leik í 17. sæti og Hrafn í 27. sæti í Mississippi

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK,  sem báðir spila með  golfliði Faulkner háskóla luku leik á MGCCC Holiday Inn Fall Invitational í Gulfport, Mississippi í dag.

Frá Meistaramóti Keilis 2011 – Rúnar Arnórs (2. sæti) – Björgvin Sigurbergs (sigurvegari) og Sigurður Gunnar Björgvinsson (3. sæti). Mynd: gsimyndir.is

Mótið var tveggja daga frá 29.-30. október og voru þátttakendur 57 frá 11 háskólum.

Sigurður Gunnar lék á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (85 70) og hafnaði í 17. sæti

Hrafn lék samtals á 14 yfir pari (84 74) og hafnaði í 27. sæti.

Golflið Faulkner háskólans sem þeir Hrafn og Sigurður Gunnar spila fyrir varð í 2. sæti í liðakeppninni – Sigurður Gunnar var á 4. besta skori í liði Faulkner og taldi skor hans en skor Hrafns taldi ekki að þessu sinni.

Ernirnir þ.e. The Faulkner Eagles, lið Hrafns og Sigurðar Gunnars keppir ekki aftur fyrr en á vorönn 2013, en enn er ekki búið að birta leikjadagskránna.

Til þess að sjá úrslitin á MGCCC Holiday Inn Fall Invitational  SMELLIÐ HÉR: