Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2012 | 10:15

Styrktaraðilar gagnrýna fjarveru Tiger og Rory í HSBC heimsmótinu

WGC-HSBC Champions mótið hefst á Mission Hills golfvellinum í Shenzhen, Kína á morgun.

Helstu styrktaraðilar mótsins hafa gagnrýnt fjarveru Tiger Woods og Rory McIlroy.

Nr. 1 og 2 á heimslistanum ákváðu að sleppa því að spila í Mission Hills Golf Club í þessari viku þó þeir hafi spilað sýningarhring í Zhengzhou s.l. mánudag. McIlroy fór í kjölfarið til Búlgaríu til að fylgjast með kærestu sinni Caroline Wozniacki keppa í tennis, meðan Woods er í Singapore að sinna viðskiptum.

Styrktaraðilar mótsins (HSBC) eru langt frá því ánægðir að tvær aðalstjörnurnar spili ekki í mótinu, sbr.:

„Að einu leyti erum við ánægðir vegna þess að við erum með sterkan leikmannahóp sem þátt tekur en við erum vonsviknir að tveir bestu kylfingar heims eru ekki hér,“ sagði Gils Morgan yfirmaður styrktarmála hjá HSBC í gær. „Báðir hafa sent afsökunarbeiðnir, en frá okkar sjónarhóli er þetta heimsmeistaramót – sem er viðburður sem líta ætti til af öllum leikmönnum, mótaröðum og fjölmiðlum sem einn af toppviðburðum í heiminum.

„Ég er sterkt þeirrar skoðunnar að toppleikmennirnir ættu að vera hér. Við hlökkum til að sjá þá  [McIlroy og Woods] í janúar á Abu Dhabi Championship [sem einnig er styrkt af HSBC], en ég er þeirrar skoðunnar að kylfingar beri ábyrgð gagnvart styrktaraðilum sínum. Án styrktaraðila eru engin mót atvinnukylfinga. Og ég tala bara fyrir hönd bransans.“

Tiger hefir hlotið umtalsverðar fjárhæðir frá HSBC í gegnum árin fyrir að koma fram á ýmsum viðburðum fyrirtækisins, en það breytti engu um afstöðu hans þessa vikuna.

„Við trúum mjög sterkt á að styrkja golf um allan heim og á öllum stigum vegna þess að við trúum að íþróttin eigi mikla möguleika á að vaxa,“ sagði Morgan. En þegar golf er spilað, sérstaklega á vaxandi mörkuðum eins og Kína þá finnst okkur að eins margir af toppkylfingum [og mögulegt] ættu að vera hér.“

Heimild: ESPN